Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.04.1984, Blaðsíða 25
SKRIFAÐ STENDUR — SKRIFAÐ STENDUR Syndir fyrirgefnar Farísei nokkur bauð honum að eta hjá sér, og hann fór inn í hús faríseans og settist til borðs. En kona ein í bænum, sem var bersyndug, varð þess vís, að hann sat að borði í húsi faríseans. Kom hún þá með alabasturs- buðk með smyrslum, nam staðar að baki honum til fóta hans grát- andi, tók að væta fætur hans með tárum sínum, þerraði þá með höfuðhári sínu, kyssti þá og smurði með smyrslunum. Þegar faríseinn, sem honum hafði boð- ið, sá þetta, sagði hann við sjálf- an sig: „Væri þetta spámaður, mundi hann vita, hver og hvílík sú kona er, sem snertir hann, að hún er bersyndug.“ Jesús sagði þá við hann: „Sím- on, ég hef nokkuð að segja þér.“ Hann svaraði: „Seg þú það, meistari." „Tveir menn voru skuldugir lánveitanda nokkrum. Annar skuldaði honum fimm hundruð denara, en hinn Fimmtíu. Nú gátu þeir ekkert borgað, og þá gaf hann báðum upp. Hvor þeirra skyldi nú elska hann meira?" Símon svaraði: „Sá, hygg ég, sem hann gaf meira upp.“ Jesús sagði við hann: „Þú ályktaðir rétt.“ Síðan sneri hann sérað konunni og sagði við Sím- on: „Sér þú konu þessa? Ég kom í hús þitt, og þú gafst mér ekki vatn á fætur mína, en hún vætti fætur mína tárum sínum og þerr- aði með hári sínu. Ekki gafst þú mér koss, en hún hefur ekki látið af að kyssa fætur mína, allt frá því ég kom. Ekki smurðir þú höfuð rnitt olíu, en hún hefur smurt fætur mína með smyrsl- um. Þess vegna segi ég þér: Hinar mörgu syndir hennar eru fyrir- gefnar, enda elskar hún mikið, en sá elskar lítið, sem lítið er fyr- irgefið.“ Síðan sagði hann við hana: „Syndir þínar eru fyrir- gefnar." Þá tóku þeir, sem til borðs sátu með honum, að segja með sjálf- um sér: „Hver er sá, er fyrirgefur syndir?" En liann sagði við konuna: „Trú þín hefur frelsað þig, far þú í friði." Biblían er dýrmætasta eign mannsins. Höfundur hennar er heilagur Andi Guös. öll spádómsorð í ritning- unni eru rituö af heilögum Guðs mönnum, knúðum af heilögum Anda. ÖU ritningin er innblásin af Guði, gagnleg til lær- dóms, sannfæringar, rétt- lætis og er nytsöm til fræðslu. Orð Guðs er ljós á vegi vorum og lampi fóta vorra. Orð Guðs er brauð lífsins hinum hungraða og vatn lífsins hinum þyrsta. Biblí- an er opinberun Guðs til mannanna. Hún er prýði æskunnar, stafur hins aldr- aða, akkeri vonarinnar, skjöldur trúarinnar, lækn- ing hins sjúka, huggun hins vonlausa, hertygi í barátt- unni við syndina. Hún er ráð hins ráðlausa, sól lífsins, ljós á veginum til eilífðarinnar og Paradís i nærveru Guðs. Þess vegna skaltu lesa hana, elska hana, trúa henni, fylgja henni. Til- einkaðu þér fyrirheit Biblí- unnar og meðtak ráð henn- ar. í því felst vísir að upp- fyllingu loforða hennar og hún mun verða blessun þín. SKRIFAÐ STENDUR — SKRIFAÐ STENDUR Þýtt: Garðar Loftsson

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.