Afturelding - 01.04.1984, Side 26
- ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR — ERLENDAR FRÉTTIR -
Teen Challenge 25 ára
Ásíðastaárivoru
liðin 25 ár frá því
hvítasunnuprédikar-
inn David Wilkcr-
son hóf starf sitt
meðal íbúa í skugga-
hverfum New York
borgar. Starfinu hef-
ur vaxið mjög ás-
megin allt frá upphafi og i dag eru starf-
andi 150 deildir i 38 löndum víðsvegar á
I)avid V/ilkerson
jarðarkringlunni.
T d marks um víðfemi starfsins í
Bandaríkjunum má ncfna að árið 1982
voru haldnar samkomur í 2390 fangels-
um, 4780 götusamkomur, 1190 skólar
heimsóttir og beðið með rúmlega 14000
manns. Talið er að stofnun 28 evengel-
ískra söfnuða megi rekja beint til starfs
T een Challenge stofnunarinnar.
MN84
einu sinni i viku eða oftar. 16% þeirra lesa
í Biblíunni eini sinni eða oftar í mánuði
og 28% einu sinni eða oftar á ári. 62%
Norðmanna á þessum aldri lesa aldrei í
Biblíunni.
KS 584
Ör vöxtur.
Pek-84 í Stuttgart
Hvítasunnuhrcyfingin er í hópi þeirra
hrcyfinga sem vaxa hvað örast á vestur-
hveli jarðar í dag, þrátt l'yrir að margir
hafa talið um síðustu aldamót, að hún
yrði skammlif.
Þetta kemur l'ram í skýrslu John
Thomas Nichols, prófessors í sagnfræði
við Bentley College i Massachusett,
Bandarikjunum. Nichol getur sérstaklega
framgangs hreyfingarinnar í N- og S-
Ameriku, í Skandinavíu og Sovétríkjun-
um.
Nichol lýsir vexti hreyfingarinnar á
hinum mismunandi mcnningarsvæðum
sem „áhrifaríkum, „aðdáunarverðum,"
og „einstökum." Það scm liann telur m.a.
hafa áhrif á vöxt hennar er: samfélagið,
eftirvænting og síðast en ekki síst, heilag-
ur Andi.
KS384
62% Norðmanna lesa aldrei í
Biblíunni
Þrándheimur (KIT) Um það bil 5%
Norðmanna, 15 ára eða eldri, lesa daglega
í Biblíunni.segir í tilkynningu upplýsinga-
þjónustu norsku kirkjunnar. 10%
Norðmanna á sama aldri lesa í Biblíunni
„Líf fyrir Orðið og Andann" verður
yfirskrift PEK, Evrópumóts hvítasunnu-
manna, sem haldið verður í Stuttgart dag-
ana 25. — 29. júli í ár. Predikarar og
söngvarar koma víðsvegar að úr Evrópu
til mótsins. Á morgnana verða haldnar
bænastundir og biblíulestrar, biblíunám-
skeið eftir hádegi og stórar opinberar
samkomur á kvöldin — í Böblingen,
Stuttgart.
Frá Norðurlöndunum koma meðal
annarra Teije Bemtzen, Sven-Axel Con-
rad, Karl-Erik Heinerborg, Kenneth
Grönroos, Einar Gíslason og Bo-Anders
Stenstrand.
KB484
Meiri fjármunir í vopnakaup
Washington (NÖP/RPS) Lönd þriðja
heimsins eyða meiri fjármunum í vopna-
kaup en kornkaup og eru uppi áætlanir
um að auka enn Ijárframlög til vopna-
kaupa. Þetta kemur fram í skýrslu sem
„Worldwatch-stofnunin hefur nýverið
birt. Árið 1980 fluttu vanþróuðu ríkin
inn vopn að verðmæti 19,5 milljarða
bandaríkjadollara á sama tíma og verð-
mæti hveiti- og korninnllutnings sömu
landa nam 19,45 milljörðum dollara.
Nýr söfnuóur í Thailandi sökum
kraftaverks
Fyrir nokkru læknaðist maður nálægt
landamærum Kambutseu þegar Chwalit
forstöðumaður bað fyrir honum. Þetta
hafði slík áhrif að 200 manns úr nærliggj-
andi þorpum gáfust Kristi á hönd. For-
stöðumanninum var boðið á 20 heimili
til að vera viðstaddur niðurrif skurðgoða.
Margir hentu skurðgoðunum út á götu og
eyðilögðu þau þar. Söfnuðurinn þarf á
fyrirbæn að halda.
KS384
70% aukning á 10 árum
Vöxtur Assembli-
es of God hvíta-
sunnusafnaðanna
hefur verið með
ólíkindum frá stofn-
un þeirra fyrir hart-
nær 70 árum. Á
árunum 1970 —
1980 jókst meðlima -
fjöldi þeirraum70%.
Helstu ástæðurnar fyrir þessum öra vexti
eru þær að mikil áhersla hefur ætíð verið
lögð á Orð Guðs og í annan slað hefur trú-
boð ávallt verið skipað í öndvegi. Það hcf-
ur haft í för með sér að stöðugt hefur náðst
til nýrra staða með hvítasunnuboðskap-
inn, en í sjálfu sérer það ekki nóg. Sérhver
trúboðsmiðstöð sem ekki hefur að mark-
miði að koma á fót staðbundnum söfn-
uði, er ekki á réttri leið. Það er Thomas F.
Zimmermann, forstöðumaður samtak-
anna sem skrifar þetta í tilefni 70 ára af-
mælis þcirra.
KS584
Mikil herferð í
Kampala, IJganda
Hinn þekkti þýski trúboði Reinard
Bonnke hélt fyrir skömmu þriggja daga
raðsamkomur í Kampala, höfuðborg
Uganda. Þúsundir manna tóku afstöðu
með Kristi. Trúboðinn kom einnig fram í
sjónvarpsþætti ásamt forsætisráðherra
landsins, Paulo Muwangu sem jafnframt
er varnarmálaráðherra.
8000 manns söfnuðust saman á aðal-
torgi borgarinnar seinnipart sunnudags og
— ERLENDAR FRÉTTIR — ERLENDAR FRÉTTIR — ERLENDAR FRÉTTIR ^