Afturelding - 01.04.1984, Page 28

Afturelding - 01.04.1984, Page 28
Gullmolar úr gömlum Aftureldingum-Gullmolar úr gömlum Aftureldingum ÞAÐ VAR HIN Kraftaverk? Þau eru engin til, sagði hinn hálærði doktor. Allt spjall Biblíunnar um kraftaverk verður að víkja fyrir landvinningum vísindanna. Kraftaverk! Heimsku- legt fjas og ekkert annað! Samkundan öll viðurkenndi sjón- armið læknisins, að einum ungum manni undanteknum. Vitið þið, herrar mínir, hvað það er, sem einkennir kraftaverkin? spurði ungi maðurinn. Það er ein- mitt ekkert undarlegt við þau, bætti hann við. Allir litu undrandi á manninn og hlógu að honum. En hann hélt áfram: Kraftaverkin ske ekki á móti náttúrulögmálunum, heldur í sam- ræmi við þau náttúrulögmál, sem við þekkjum ekki. Atburðirnir í Biblíunni, sem við köllum krafta- verk, líta aðeins út fyrir að vera það. Ég viðurkenni það, sagði hinn há- lærði læknir, því að allir hlutir fara eðlilega og náttúrlega fram. Létt kímnisbros færðistyfir andlit unga mannsins. Hann tók smáhlut af skrifborðinu og hélt honum í greip sinni. Hvað skeður ef ég opna greip mína? spyr hann. Hluturinn fellur á gólfið og liggur þar, munuð þið segja. En ef hluturinn nemur staðar í fallinu á miðri leið? Já, það væri sannarlegt kraftaverk, greip læknirinn inn í, en því getið þér ekki komið til leiðar. HÖNDIN Á næsta augnabliki skal ég fram- kvæma það, sagði ungi maðurinn. Um leið sleppti hann hlutnum. Hann féll, en um leið greip hann hlutinn í fallinu með hinni hend- inni. Hér hefi ég sýnt ykkur krafta- verk. Gegn öllum rökum þyngdar- lögmálsins féll hluturinn ekki á gólf- ið, en nam staðar á leiðinni. Doktorinn varð ofsareiður. Þér hæðist að okkur: Það var hin hönd- in, sem greip hlutinn. Herra doktor, sagði ungi maður- inn, ég þakka yður fyrir orðin: það var hin höndin. Það er einmitt alltaf hin höndin, sem grípur inn í, þegar kraftaverkin ske. Það er hin ósýni- lega hönd Guðs, sem við ekki sjáum, heldur aðeins verkanir hennar. Og það köllum við kraftaverk. Eftir augnabliks málhvíld hélt hann áfram. Ætli við höfum ekki allir orð- ið varir við það í lífi okkar, að það var hin höndin, sem greip inn þá og þar? Það er, hönd Guðs miskunnar, Guðs forsjónar, Guðs almættis. Gullkorn dagsins. Iðrun án lífernisbreytingar er eins og að ausa bátinn, en gera ekki við gatið. AVGUSTINUS. Afturelding 1,—2. tbls. 1947, bls. 10 Hvað fannst í sjóreknum fötum? Þýzkt skip fórst úti fyrir Spánar- ströndum. Öll skipshöfnin drukkn- aði, en ytri fatnaður eins skipsverja rak á fjöru. Milli fóðurs og ytra borðs fannst Nýja testamenti á þýzku. Það var sent til þýzka ræðis- mannsins í Madríd. Á titilblaðinu stóð nafn þes, sem átt hafði: Markús Rótman. Neðan við nafnið gat svo að lesa þessi orð: „Lesið í fyrsta sinn fyrir bæn systur minnar. Lesið í ann- að sinn í angist vegna minnar ódauðlegu sálar. Lesið í þriðja sinn, og alltaf síðan, af kærleika til Frels- ara míns, Jesú Krists. Afturelding 5.-6. tbl. 1948, bls. 48 Þá kom líf í samtalið. Við tölum um hitt og þetta, allt og ekki neitt. En þegar um það er að ræða að tala um Guðs ríki eða viðurkenna Krist — þá þegjum við. Bændur nokkrir ræddust við sín í milli. Dauðsfall hafði átt sér stað nýlega í sveitinni og í tilefni af því sagði einn þeirra: Ef til vill hugsum við of lítið um Guð og dauðann. Ja-á, svaraði annar. Hinir svöruðu engu til, og svo þögnuðu allir. Þeir sátu lengi þegj- andi, unz einn af þeim spurði: Hafið þið heyrt það, að Jón Jónsson hefir selt jörðina sína? — Þá kom líf í samtalið. Afturelding, jólablað 1945, bls. 82 Gullmolarúrgömlum Aftureldingum-Gullmolar úrgömlum Aftureldingum

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.