Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 11
fyrir reynslu og það glaðnar einhvern veginn yfir öllu mínu lífi. Maður tendrast og andinn nærist. .,Reynslan er ólygnust", segir máltcekiö og hvaö er kristin trú annað en reynsla. Menn sannfœrðust unt að Jesús vari Kristur. Andinn sannfœrði og gaf vissu — gaf trúarreynslu sem fullvissaði — trúarreynslu sem efldi traust á Guði. Löngu áður en menn fóru að gera grein fyrir heilögum anda í formi kenn- inga ogjátninga reyndu />eir andann á áþreifanlegan hátt. “ Tilvilnun í lokaritgerð Sr. Arnar Bárðar Jónssonar til guðfræðiprófs, „Náðargjafir." Mér finnst þetta einnig gerast þegar ég nota bænir annarra, þegar ég les skrifaðar bænir. Ég er hræddur um að við höfum vanrækt þetta að nota bænir þeirra, scm mikið hafa beðið. Ég tek Davíðssálmana sem dæmi og bænirnar aftast í sálmabókinni. Þegar niaður notar bænir ann- arra, þá tekur maður yfir miklu víðara svið en maður hefur hug á að biðja frá eigin hjarta. Við megum ekki gleyma því að læri- sveinarnir báðu Jesú um að kenna sér að biðja og þar fáum við alveg „staðlaða", skrifaða bæn — Faðir vor. Mér finnst gott að njóta alls þessa og fá að biðja nteð eigin orðurn, annarra orðunt og að biðja í tungum. Þetta þarf allt að vera með. Þegar ég bið með orð- um annarra reyni ég það oft að þá fer ég að biðja fyrir mönnum og málefnum, sem ég ella hefði gleymt. Þetta á allt rétt á sér. Er tungutalsreynslan þcr dýr- mætari en aðrar trúarreynslur? Ég held að tungutalsreynslan sé svipuð annarri trúarreynslu, afturhvarfið var auðvitað áhrifa- ríkasta trúarreynslan. En tungu- tal og aðrar trúarreynslur eru þegar allt kemur til alls sami hluturinn. Þetta er reynsla af Guði, þegar maður lifir í samfél- agi við Guð, þá er maður alltaf að verða fyrir trúarreynslu. Tungutalsreynslan er ákaflega mikilvæg, því að hún hefur vak- ið fólk af andlegum doða og veitt því dirfsku til starfa. Jafnvel þó að menn trúi á persónulegan

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.