Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 17

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 17
ffl 'l * leika að ég væri haldin illkynja sjúkdómi. Hingað til höfðum við þó haldið þeirri grunsemd frá börnunum okkar fjórum. Nú langaði mig mest til að eyða með þeim vikutíma, tala hreint út um sjúkdóm minn og skipuleggja það sem ég átti eftir ólifað í samráði við fjölskylduna. Kannski yrðu það sex mánuðir eða sex ár — ég var engu nær. Það eina sem ég vissi var að ég var að deyja. Og hvað var svona sérstakt í mínu tilfelli? Ekkert er eins yfirvofandi í líf- inu og dauðinn. Við vitum öll að eitt sinn skal hver deyja en ég vissi að ég var að deyja og það er annar handleggur. En ef — jú, vissulega var sá möguleiki fyrir hendi. í trúboðsstarfi okkar í Tailandi höfðum við oft orðið vitni að kraftaverkum þar sem sjúkir læknuðust, bæði innan fjölskyldu okkar og utan. En það var ekki hugsunin um þessa undankomuleið sem var ástæðan fyrir ró minni. Ég átti innri sálarró sem gerði það að verkum að ég gat horft á kringumstæður mínar með skynsemi og yfirvegun. Ég hafði líka trúað og prédikað fyrir öðrum að friður Guðs væri óháður ytri kringum- stæðum — og nú var það raun- veruleiki í mínu lífi! Mér fannst ég njóta forréttinda en kunningjar mínir töldu þá skoðun mína mótast af áhrifum taugaáfalls sem ylli því að ég gerði mér ekki grein fyrir hversu alvarlegt ástand mitt var. Þeir styrktust í þeirri trú þegar ég hélt mínu striki eftir að fá að vita að krabbinn var staðsettur í bein- unum en ekki í sogæðakerfinu eins og tailensku læknarnir héldu í fyrstu. Börnin mín voru þau einu sem skildu agnarögn hvað ég átti við með forrétt- indum. Það gerist daglega að þörn frétta lát föður síns eða móður. En því er öðruvísi farið með okkar þörn. Þau eru búin undir aðskilnað okkar. Ég og við öll í sameiningu höfum tíma til undirbúnings — það kalla ég for- réttindi. Vissulega er þó sársauki sam- fara þessu undirbúningsferli. „Mamma, þú ert að deyja," sagði Elísabet grátandi. Hún er ellefu ára og „Lína langsokkur“ fjölskyldunnar, skjótráð, bráðlát, viðkvæm og litrík. Við töluðum saman, lengi, — grétum lítið eitt, töluðum um að fyrr eða síðar þurfi allir að deyja. Suniir deyja snemma, aðrir síðar, veikjast og deyja hægt. „Mér finnst betra að fá að vita að þú ert að deyja heldur en að missa þig allt í einu,“ sagði hún og þerraði tárin. Við föðmuðum hvor aðra, ég var þó eiwþú lifandi og einmitt nú vorum við svo nálægar hvor annarri, hjarta við hjarta. „Hvernig gengur meðferðin, mamma?" Það er Clary Maria, 15 ára og elsta bamið okkar, sem spyr mig þessarar spurningar þar sem ég ligg útaf í sófanum. Fjórir dagar eru liðnir frá síðustu

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.