Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 23
Friðartákn Þeir eru óiáir sem bera þetta merki sem tákn friðar og sameiningar. Merkið blasir hvarvetna við, í búðarglugg- um, á bílrúðum,á vinnustöð- um; margir bera það um háls sér eða hengja í l'öt sín. En hversu margir vita raunveru- lega hvað brotni krossinn merkir? „Kross Nerós“ Upphafiega var brotinn kross tákn rómversku herj- anna sem sátu um og ger- eyddu Jerúsalem árið 70 eftir Krist. Hann var einnig kall- aður „kross Nerós", hins ill- ræmda rómverska keisara, sem talinn er hafa kveikt í Rómaborg og komið sökinni yfirá hina kristnu. Alleiðing- arnar urðu m.a. auknar ol'- sóknir á hendur kristnum mönnum og aftökur. Hinn brotni kross — „friðartáknið“ — er því upprunalega tákn haturs á krossi Krists. Hann er kross sundrungar en ekki friðar og sem slíkur andkristi- legur. Hann hefur í gegnum aldirnar verið tákn satans- dýrkunar og alls kyns kukls. í tréskurðarmyndum frá mið- öldum má greina „augu Sat- ans“ í brotnum krossi. endurvakti þetta mcrki sem „friðartákn“ var breski heimspekingurinn Bertrand Russel. í einni bóka sinna seg- ir hann m.a. „Ég erá móti öll- um trúarbrögðum og vona að kristin trú verði sjálfdauð einhvern daginn.“ Það er því ekki að ófyrirsynju að hann velur brotna krossinn sem sitt „friðarmerki". í einu austantjaldsland- anna er brotni krossinn oft málaður á kirkjudyr þar sem allri guðsdýrkun hefur verið bægt frá með valdi. Það er nú allur friðurinn! Kross Krists Páll postuli segir í Galata- bréfinu; ,,En það séfjarri mér að lirósa mér, nema af krossi Drottins vors Jesú Krists ... "D Við eigum að geta tekið undir þessi orð. Hvað er nær- tækara en að kross Krists sé tákn friðar og sameiningar? Hví skyldum við flykkjast um merki hins brotna kross og óvirða þannig kross Krists? „Því að margir breyta — ég hefi oft sagt yður það og nú segi ég það jafnvel grátandi — eins og óvinir kross Krists. “2> A móti öllum trúarbrögð- um Sá maður sem á síðari árum Hvort táknið aðhyllist þú? Þýtt ogstaðfært: M.Æ. 1) Galatabréfið 6:14 2)Filippíbréfið 3:18. Hvað gerist....? Frh. afbls. 7 mér er það trúarfullvissa. En ef við leggjum vísindalegt og hlut- lægt mat á þessa hluti, þá er mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, að rannsaka eðli lífs effir dauðann. Fjöldi fólks er þeirrar skoðunar að það sem ekki er áþreifanlegt og hægt að rannsaka á rannsókn- arstofu, sé ekki raunverulegt. Ég held að þegar við tölum um hug- takið „líf eftir dauðann“ sem ekki er hægt að rannsaka í rann- sóknastofu, þá efist margir um tilveru þess. — Eruð þér sjálfur sem próf- essor í lœknisfræði, þeirrar skoð- unar að ef ekki er hœgt að benda á eitthvað áþreifanlegt, þá sé það ekki til? — Þegar ég, fyrir sex árum, hóf þessar rannsóknir, var ég þeirrar skoðunar. Þá hefði ég sagt að ef það væri ekki áþreifan- legt, þá væri það ekki raunveru- legt. En nú hef ég algjörlega skipt um skoðun. Ég trúi því að þessar reynslur séu í senn þýðingar- miklar og raunverulegar. Og það eitt að ekki er hægt að mæla þær eða vega á tilraunastofum, dreg- urekki hið minnsta úr mikilvægi þeirra né raunveruleika. Þarna hef ég líka orðið að skipta um skoðun. Sérhver maður með heilbrigða skynsemi hlýtur að taka tillit til þess möguleika að framhaldslíf er raunveruleiki, og geri því nauðsynlegan viðbúnað. En við erum sköpuð með frjálsan vilja. Þrátt fyrir að við fengjum sannanir fyrir því hvað gerist á dauðastund og kristilega fræðslu um lífið eftir dauðann, þá þarf hver og einn að gera upp við sig hvort hann vil! gera við- búnað eðaekki. L.G.1.85.M.Æ.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.