Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 28

Afturelding - 01.01.1985, Blaðsíða 28
Chuck Fromm: INýr söngur nýrrar Kristniboðinn var reiðubúinn að reisa fyrstu kristniboðs- stöðina sína. Búið var að ryðja rjóður í þéttan frumskóg Níger- íu. Byggingarefnin kontin á staðinn. Búið að ráða bygging- arverkamenn. Upphafsdagur framkvæmdanna ákveðinn. Allt var til reiðu — en ekkert gekk! Það var ekki snert við einni spýtu og múrsteinarnir lágu óhreyfðir. Kristniboðanum hafði sést yfir mikilvægt atriði! Byggingarverkamennirnir gátu ekki hafið störf fyrr en einn, sem láðst hafði að ráða, væri mættur til vinnu. Hver var verkamaðurinn sern vantaði? Tónlistarmaðurinn! Kristniboð- inn var fljótur til að ráða trumbuslagara, sem kom á staðinn og sló taktinn. Vinnan hófst undir háttbundinni hrynj- andi. Kristniboðinn lærði mikil- væga lexíu þennan dag, tónlist er nauðsynlegur þáttur í dag- legu lífi manna. Hún er undir- tónn tilveru okkar. En hvað er tónlist? Er lónlist listgrein? Er hún gott eða illt andlegt afl? Er hún einföld dægrastytting eða eigingjörn sjálfstjáning? Ef við afmörkum spurninguna við kirkjuna, hver cr afstaða kirkjunnar til tónlist- ar? Hvernig stendur á því, að eitthvað eins mikilvægt og tón- list veldur svo mögnuðum skoðanaskiptum meðal fræði- manna, kirkjunnar þjóna og óbreyttra kirkjugesta? Hvers vegna hefur iðkun og tjáning þessarar Guðsgjafar valdið svo heitunt deilum? í leit að svörurn við þessum spurningum skulum við skoða í Ijljótu bragði nokkra þætti. það er 1) biblíulega afstöðu til tón- listar; 2) menningarsögulega alstöðu til tónlistar og 3) kirkju- sögulega afstöðu til tónlistar allt til daga „Jesúbyltingarinn- ar" svonefndu á sjöunda og áttundaáratugnum. Tónlist og Biblían Gyðingum Gamla testa- mentisins hefði þótt ástæðu- laust og jafnvel hlægilegt að eyða mikilli orku í heitar unt- ræður um notkun eða mis- notkun tónlistar í kirkjunni. Þeirra á meðal var tónlistar- iðkun einföld og hagnýt. Það voru engar efasemdir um gildi tónlistarinnar. Afstaða Gyð- inga til tónlistar var nátengd trú þeirra á alstaðar nálægan Guð, sem blessaði manninn með tónlistargáfunni. í I. Mósebók 4:21 er sagt frá Júbal, „hann varð cettfaðir allra þeirra, sem leika á gígjur og hjarðpipur". Guð gaf manninum tónlistar- gáfuna. rétt eins og hæfileik- ann lil að yrkja jöróina og sntiða úr járni. Einnig getum við séð að eftir syndafallið helgaði Guð tónlistina sem > nauðsynlega og ánægjulega svölun fyrir manninn. Tónlistin róaði villt eðli mannsins eins og lesa má urn Davíð, sem rak hinn illa anda frá Sál nteð hörpuleik (L Samúelsbók 16:23). Múrar Jer- íkó féllu fyrir lúðurhljómi blás- aranna. Gyöingar villtust aldrei á boðberanum og boðskapn- um, verkfærinu og aflinu til verknaðarins. Gyðingarnir trúðu ekki á tón- listina sem andlegt afl í sjálfri

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.