Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 11
er nemendum ofviða. Þeir þola ekki svo opinskátt tal. Fyrir bragðið þora þeir ekki að tala um þetta heima fyrir og fá enga siðfræðilega leiðbeiningu þar heldur. Ef við kennum aðeins Iíffræði án siðfræði Biblíunnar fáum við æsku með brenglaða siðferðiskennd. Sú æska, sem vex upp með þessum undarlegu viðhorfum, fer algerlega óundir- búin hvað ábyrgð varðar út í sambúð, kynlíf og lífið sjálft. Stúlkurnar verða ófrískar langt um aldur fram og þá er úrræðið að eyða fóstrinu. Siðleysið varð valdurinn að þunguninni. Þér finnst kannski of sterkt að segja siðleysið. Ef þú vilt frekar hafa það þekkingar- leysið á siðfræði kristninnar þá er það allt í lagi. Ég geng út frá því að syndin komi vegna van- þekkingar. Frjálst kynlíf er ekk- ert annað en siðleysi og um leið synd. Þegar unga stúlkan er orðin þunguð mætir hún seinni ástæðu fóstureyðingar. Barnsfaðirinn lætur hana vita að þetta hafi ekki verið meining- in, og hann vilji ekkert með barnið hafa. Foreldrar þessarar ólánssömu stúlku benda henni á að „hún skuli ekki fara að koma með krakka sem einhver á, og þau verði að ala upp og passa". Þau vilja lifa sínu lífi ótruflað. Þau hvetja hana til að eyða fóstr- inu, sem er líf af hennar lífi og blóð af hennar blóði. Stúlkan stendur eftir ein og fær hvergi skjól. Læknarnir fá stúlkuna í skoðun og líta á ástandið. Hún er „of ung" og henni er boðin lausnin. „Láttu bara eyða, þetta er ekkert líf, bara slímköggull"! Stúlkan stendur ein. Barnsfað- irinn, foreldrarnir og samfélagið ýta henni út í það sem hún á jafnvel eftir að kveljast fyrir ævina út, fóstureyðingu. Er ekki til önnur lausn á málinu? Jú og hún er tvíþætt. Fyrst verður að stórauka trú- boð. Fara inn í skólana og einnig að byggja upp þróttmikið barna og æskulýðsstarf. Það verður að veita unga fólkinu þekkingu á Jesú Kristi, svo það gefi gaum að Orði Drottins og láti frelsast. ________________________M_ í öðru lagi verður kristna fólk- ið að opna heimili sín og gefa sig að þeim stúlkum, sem eru hjálp- arþurfi og leita hjálpar. Siðferði- legur stuðningur og væntum- þykja er ómetanleg hjálp fyrir ungar stúlkur, sem ganga með barni. Fullorðnar konur þurfa á væntumþykju og hlýju að halda og ekki síður þær ungu og ófull- þroska. Að opna hjarta sitt fyrir þörfinni er stœrsti þátlurinn í því að lifa Kristi. Við getum ekki einvörðungu skrifað greinar um ómögulegt ástand, synd og hörmungar, og látið síðan ógert að hjálpa þeim, sem eru í snör- unni. Okkar hlutverk er að vinna sálir fyrir Jesúm Krist og það þarf einstaklinginn allan til að lifa fyrir Jesúm Krist. Láttu til þín taka. Þú, sem á ellefu ára gamlan nemanda, tal- aðu við kennara hans og segðu að þú viljir kristindóm og kristna siðfræði fyrir barnið þitt. Biddu hann um að sniðganga ótímabæra kynfræðslu. Þú sem átt ungling. Talaðu við hann um lífið og kenndu honum í einlægni hver sé vilji Guðs fyrir líf hans. Brýndu hon- um mikilvægi hreinlífis, það gef- ur fyrirheit um bjarta framtíð. Láttu þér ekki vera ókunnugt um þær blekkingar, sem barnið þitt stendur frammi fyrir. Öll gylliboðin, sem eru aðeins tál. Þú átt að leiðbeina barni þínu á öruggan stað. Þegar upp rís vandi hjá ná- granna þínum, vertu þá fús til að rétta hjálparhönd án skilyrða. Við erum sköpuð til að gæta bróðurokkar. Snorri Oskarsson er forstó'ðumaður Betelsafnadarins í Vestmannaeyjum. Hann starfaði i ellefu ár sem kennari á ýmsum stigum skólakerfisins.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.