Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 14
MHQJIi! Naínjð öllum æðra Meðal ómetanlegra verðmæta, sem bækur Biblíunnar flytja er boðskapurinn um Jesúm Krist. Ríkjandi þáttur í Postulasög- unni, er nafnið Jesús. Við rann- sókn þeirrar bókar, tekur maður eftir að líf og starf frumkristninn- ar var tengt nafninu Jesús og persónu Hans. Þegar menn þúsundum sam- an, fundu til þjáninga vegna synda og þörf á lausn, benti Pét- ur postuli á leið til fyrirgefningar og til nýs lífs, fyrir trúnað á nafn- ið Jesús: „Snúiö ykkur og lálið skirast í nafni Jesú Krisls tilfyr- irgefningu synda ykkur og þér munið öðlast gjöf Heilags Anda." Þetta hafði áhrif. Þrjúþúsund einstaklingar meðtóku þann dag náð til trúar á Jesú nafn, leystust frá syndum og öluðust nýtt líf í Jesú og söfnuðinum. Það sama átti sér stað með einstaklinginn, sem í örvæntingu og myrkri sjálfsmorðshugsana, fékk að heyra frá sendiboðum Drottins:,, Trú þú á Droltin Jes- úm ogþú munt verða hólpinn og heimili þitt." Þetta hafði stór- kostleg áhrif. Örvæntingarfulli fangavörðurinn í Filippiborg fékk að reyna að í nafni Jesú er öryggi og friður. Sá er kominn var í örlög andlegs myrkurs og algjöra örvæntingu, umbreyttist þarna um nóttina, til lífs í Jesú Kristi. Sami þráðurinn heldur áfram á síðum Postulasögunnar. Þar sem nafnið Jesú komst að, urðu algjörar breytingar. Við lesum hvernig lamaðir fá kraftinn í Jesú nafni, blindir fá að sjá í Jesú nafni. Illir og afvegaleiðandi andar eru reknir út af mönnum, sem voru haldnir. Þeir voru reknir í nafni Jesú Krists. Um- fram allt voru hópar fólks, sem eignuðust fyrirgefningu synda og lausn frá áhrifavaldi synda í nafni Jesú Krists. Þrátt fyrir dásamleg áhrif, sem fylgdu nafninu Jesús, þá skipuðu yfirmenn landsins postulunum, að tala ekki framar eða meira í nafni Jesú. Píslarvætti varð staðreynd, vegna nafns Jesú. Þeir sem stóðu með nafni Jesú, voru teknir til fanga, húðstrýktir, smánaðir og nokkrir urðu deyddir. Það var andi undirdjúpanna, sem ekki þoldi nafnið Jesús. Ekkert nafni hefir verið svo elskað sem nafnið Jesús. Þessvegna voru þeir glað- ir, sem álitust verðir að líða fyrir nafnið Jesú. Andstaðan varð sigruð. Nafn- ið Jesús var boðað heiðingjum, sonum í ísrael og fram fyrir ráða- menn og konunga. Tjaldum Jes- úm náði lengra og lengra. Boðskapurinn um nafnið Jes- ús náði til norrænna manna. Hjá þeim var fyrir trú, á Óðinn og Þór, Frigg og Freyju, Valhöll, miðsvetrar blót og mannafórn- um, drykkjuskap, siðleysi og of- beldi. Þegar nafnið Jesús komst inn í þessar raðir, þá fóru hlut- irnir að breytast. Kærleikur til nafnsins Jesús skapaði þýðu og umbreytingu frá hinu illa til hins góða og ekkert er betra en nafnið Jesús. Að endingu: „Jesús Kristur er í dag og í gœr hinn sami og um aldir. Heb. 13.8.8. Ákallaðu Jesú nafn. Allt ferað breytast og verð- ur þeim hagstæðara, sem ákalla nafnið Jesús. Karl Erik Heinerborg forstöðumaður Fíladelfíu Stokkhólmi.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.