Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.10.1985, Blaðsíða 21
sérfræðinga sem bentu honum á hvar andlitsfallið var sokkið og hvernig svipbrigðin væru í lif- andi persónu. Önnur atriði skýrðust þegar hann hafði ráð- fært sig við teikningar manns- andlitsins eftir Leonardo da Vinci. En spurningunni um hár og augnalit var enn ósvarað. Hooper eyddi einu ári í rann- sóknir á kynþáttasögu Krists og komst að því að Gyðingum þess tíma er Jesú var uppi á svipaði mjög til Bedúína. Listamaðurinn tók sér því fyrir hendur ferðalag til ísrael og kynnti sér og Ijós- myndaði fólk af þessum kyn- stofni. Lokaskrefið var síðan fólgið í því að gera sér hugmyndir um hvernig hárið, eins og það kom fram í líkklæðunum, væri undir eðlilegum kringumstæðum. Nú fóru ár erfiðra og ítarlegra rann- sókna að taka sinn skerf af lista- manninum. „Eftir sex ár," segir hann, „var ég alveg kominn að því að gefast upp. En þá sagði mjög náinn vin- ur minn, rétt áður en hann dó: nei, þú verðurað ljúka verkinu." Hooper hélt því áfram. „Einn dag," segir hann. „leit ég í augun sem ég hafði málað og skyndi- lega varð andlitið lifandi fyrir mér. Það gagntók mig... Jafnvel eftir að ég lauk við myndina leið nærri ár þar til ég gat eiginlega virt hana aftur fyrir mér." Aðspurður kvaðst listamaður- inn vera fyrst og fremst listamað- ur — ekki trúboði. Markmið hans væri að ná eins langt í list sinni og mögulegt varen vera þó ekki meira en verkfæri sem getur lagt hönd á plóginn í að skapa listaverk. En er umrædd andlitsmynd af Jesú meira en listaverk? M.Æ. þýddi og staðl'ærði. Fánýti þess ad vaka í ótta ,, Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann her um- hyggju fyrir vður". 1. Péturs- bré/5:7' „Það að fara með áhyggjur sínar í rúmið, er jafn gáfulegt og að sofa með stein undir bakinu", segir í bók eftir William R. Marshall og þau eru kveikjan að því, sem hér feráeftir. Kona nokkur hafði í mörg ár átt erfitt með svefn vegna hræðslu við innbrotsþjófa. Nótt eina heyrði maður hennar gengið maður hennar gengið um neðri hæðina, fór niður til þess að kanna hvað gengi á. Þegar hann kom nið- ur, var innbrotsþjófur þar fyr- ir. „Góða kvöldið", sagði húseigandinn. „Það gleður mig að sjá þig, komdu hér upp á efri hæðina, ég þarf að kynna þig fyrir konunni minni. Hún hefur beðið í tíu áreftirþví að hitta þig". Mörgum okkar fer eins og þessari konu, við lifum í spennu og ótta, oft árum saman. Bíðum í óþrcyju eftir að eitthvað illt hendi okkur. Með áhyggjum okkar dvínar trúarstyrkurinn. Salómon hefur eflast átt við það, hve tilgangslaust það er að vera áhyggjufullur, þegar hann ritar: Ef Drottinn byggir ekki húsið, erflða smiðirnir til ónýlis. Ef Drottinn verndar eigi horgina, vakir vörðurinn lilónýtis. Það er tilónýtisfyrir yður, þér sem snemma rísið og gangið seint til hvildar og elið brauð, sem aflað er með striti. Svo gefur hann ástvin- umsinum ísvefni. Sálmur 127:1-2 Hvað eigum við að gjöra við áhyggjur okkar og spennu? Reyna að útiloka slíkt í þeirri von að það dugi til? Alls ekki! Við eigum að af- henda allt þess háttar Jesú. Það kemur skýrt fram í fyrra Pétursbréfi að Frelsara okkar er annt um okkur, hann elskar okkur. Svo í stað þess að láta satan kvelja okk- ur með því að koma ugg og ótta í hjarta okkar, skulum við snúa okkur til Jesú með áhyggjur okkar. Það að bera sínar eigin byrðar, er eins og að vaka frameftir innbrots- þjófnum. — Þegar við leggjum áhyggjur okkar í Guðs hend- ur, þá leggur Hann friö i hjarta okkar. — OUR DAILY BREAD/Þýtt JFG

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.