Afturelding - 01.12.1985, Síða 7

Afturelding - 01.12.1985, Síða 7
n T rúarrey nsla mín í eftirfarandi grein vil ég segja frá þeirri trúar- og lífsreynslu sem ég hef fengið að reyna. Fyrir náð Jesú er ég frelsaður maður í dag. Vesæll maður sem hraktist undan stormi og vindi, eygði ekki tilgang Iífsins. Svo illa var sál mín haldin að hver ein- asti dagur var mér sem svartasta skammdegi. Tilgangur hvers dags, fannst mér enginn. Þá var það að ég lieyrði raust Drottins, „Komiö til mín, allirþér sem erf- iðiö og þunga eruÖ hlaðin, og ég mitn veita yður hvild. “ Þá hófst hin mikla leit að Frelsara mínum. Hvert átti ég að fara til þess að finna hann? Ég kannaðist við versið úr Bibl- íunni: „Leitið og þér munuð finna, biðjið og yður mun gefast, knýið á, og fyrir yður mun upp- lokið verða." Ég og faðir minn fórum í margar kirkjur á helgi- dögum, til þess að leita að Jesú. Mér þótti gott að hlusta á orðið, en mig vantaði eitthvað meira, það var að frelsast, losna undan þeirri byrði sem á herðum mín- um hvíldi. ívar Guðmundsson vélstjóri Mér var boðið í bílferð, var ferðinni heitið í sumarbústað þar sem frænka mín Bára, og maður hennar Gísli voru stödd. Þar heyrði ég raust frelsara míns öðru sinni. Gísli og Bára buðu mér að koma rneð sér á sam- komu til Hvítasunnumanna. Þetta var boð sem ég velti vöng- um yfir, og varð mér ekki svefn- rótt nóttina eftir. Ákvað ég dag- inn eftir að hafa samband við þau, og bað ég um að fá að vera þeim samferða næst þegar þau færu á samkomu. Þegar eftir fyrstu samkomuna fann ég að ég hafði nálgast Frels- ara minn. Nú veit ég að hann frelsar alla menn sem til hans leita í einlægni og trúarvissu. Ég hélt áfram að koma á samkomur í Hvítasunnusöfnuðinum Fíla- delfíu. Eftir því sem samkomu- sókn mín jókst, jókst trú mín á Jesú. Ég las líka Biblíuna, sem Bára hafði gefið mér. Fann ég líf mitt breytast dag frá degi -þungu fargi hafði verið af mér létt. Ég hafði frelsast undan oki og áþján syndarinnar. Ég var orðin frjáls maður, nýr maður. Nú hef ég fundið lífið. Allt fyrir lifandi orð Frelsarans: „Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Hver sem trúir mun lifa þólt hann deyi. Ég er upprisan og lífið. “ Svo dásam- leg eru þau orð og sönn, eins og allir vita er reynt hafa. Já, ég hafði frelsast. Nú var hlýðnisskref framundan. Að láta skírast, eins og Jesús, er hann var skírður í ánni Jórdan af Jóhann- esi. Jóhannes kvaðst ekki vera þess verðugur að skíra Jesú, en Jesús bað hann ,,svo öllu réttlceti yrðifullnœgt." Nú var komið að mér að ganga þetta skref, til þess að verjast áföllum á göngu minni með Jesú. Þetta skref steig ég hinn 17. nóvember s.l. Er það gæfuríkasta skref sem ég hef stig- ið á æfi minni. Líf mitt hefir tek- ið slíkurn breytingum að eigi verður með orðum lýst. Ég hvet alla þá sem þessar lín- ur lesa að ganga þennan sama veg. Vegurinn liggur til eilífs lífs. Takið ákvörðun fljótt, Guðs ríki er í nánd.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.