Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 11
1 Kristín Björg Kjartansdóttir Vitnisburður Ég vil vitna um frelsara minn Jesú Kríst, hvað hann hefur gert í lífi mínu og hvernig hann mætti mér og leysti mig. Eg var ein af þeim, sem var ekki sátt við lífið og tilveruna. í uppvexti mínum þráði ég mjög mikið ástúð og kærleika, en fór á mis við það. Ég held að ég hafí orðið mjög bitur strax þegar ég var lítil, en biturleiki er eins og andlegt krabbamein. Hann breiðir úr sér innra með manni og gerir að lokum útaf við mann. Frá upphafi fylgdi mér hræðsla og kvíði og öryggisleysi. Ég var slæm á taugum og fór að taka pillur. Fjórtán ára gömul var ég komin á róandi lyf og svo fór ég að detta niður í þunglyndi. Mig langaði ekki til að lifa, ég fann ekki tilgang í þessu lífi. Hjarta mitt þráði eitthvað, sem gæti fyllt tómarúmið í lífi mínu. Svo skeður að ég fer út á land að vinna í fiski. Þar hitti ég manninn minn sem ég giftist. í hjónabandinu bar ég biturleik- ann með mér og hann eitraði allt okkar líf meira og minna. Ég var ofsalega skapmikil og hafði litla stjórn á sjálfri mér. Einn daginn var ég að rífast og skammast eitthvað við elsta barnið, dóttur mína. Þá allt í einu var eins og augu mín opnuðust og ég sá sjálfa mig eins og ég var. Ég skildi þá að biturleiki minn var að eyðileggja líf barnanna minna og mannsins míns. Ég man að ég fylltist örvæntingu og ég bað Guð á hverju kvöldi að hjálpa mér út úr þessu. Þá gerist það að ég fer yfir á taugum og fer á taugadeild á spítala í sex vikur. Þar var reynt að hjálpa mér en ég fann enga lausn í því að vera bundin við eintómar pillur. Pillur til að hjálpa mér að horfast í augu við lífið og pillur til að róa kvíðann og öryggisleysið. Ég vildi ekki þurfa að vera bundin af pillum allt mitt líf. Upp kom sú staða að ég vildi bara hverfa frá öllu og deyja. Ég var í algjörri uppgjöf í sambandi við lífið og allt í kring- um mig. En Guð hafði augu sín á mér og góð vinkona mín, sem vissi ástand mitt, hringdi í mig eitt kvöldið og spurði hvort ég vildi koma á kristilega sam- komu. Ég hugsaði með mér — ég hef engu að tapa en allt að vinna — og fór. Á þessari sam- komu mætti Guð mér og ég tók á móti kærleika hans. Hann leysti mig frá syndum mínum, bitur- leikanum og öllu því sem þjáði mig. Á þessari stundu talaði Guð við mig og sagði: „Komdu barnið mitt, ég hef skapað þig og ég hef fylgst með þér og haft augun á þér." Guð var búinn að bíða lengi eftir því að ég kæmi auga á hann og það var eins og ég væri loks- ins komin heim í föðurfaðminn minn, eftir mikla og erfiða göngu. Þá var ég komin heim til pabba míns, sem elskaði mig og tók á móti mér. Ég fann að ég var elskuð og þráð. Jesús segir: „Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld." Svo sannarlega fékk ég að reyna þessi orð Jesú Krists frelsara míns. Núna í dag er ég laus við allar pillur, allan bitur- leikann, gamla kvíðann og ör- yggisleysið. Guði er ekkert um megn. Hann er skapari okkar. Þú sem átt við eitthvað svipað að stríða og ég, opnaðu hjarta þitt fyrir Jesú. Þá mun hann mæta þér, leysa þig og frelsa. Guð faðir okkar þráir að eiga samfélag við okkur mennina, því að hann skapaði okkur í sinni mynd og elskar okkur. Þess vegna sendi hann Jesú til okkar. Jesús er eini vegurinn til Guðs. Hann er vegurinn, sannleikur- inn og lífið. Hann dó á krossi fyrir þig og mig. Með krossdauða sínum sætti hann okkur við Guð. Það er þitt að velja. Hann dó fyrir þínar syndir og mínar. Kristín Björg Kjartansdóttir

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.