Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 26

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 26
mmmbl 3 i i Evrópumót að ári íjúlí 1987verðurhaldið Evrópumót hvítasunnumanna í Lissabon, Portúgal. Mótið verður dagana 21 .-26. júlí og hið sjöunda í röðinni. Fyrsta Evrópumótið var haldið þegar Lewi Pethrus bauð evrópskum hvítasunnumönnum til Nyhems-vikunnarárið 1969. Það er helsta mót sænskra hvítasunnumanna og sótt af um 15 000 þátttakendum. Næsta Evrópumót var haldið í Bern, 1972, svo 1975 í Hamar, Noregi. 1978 var mótið í Haag, Hollandi og 1981 í Helsingfors, Finnlandi. Síðasta Evrópumót var svo í Stuttgart, Þýskalandi 1984. Búið er að leggja drög að dagskrá mótsins í Lissabon. Þar gefst tími til samfélags, haldnir verða biblíulestrar, rætt um kristniboðsmál og farið í trúboðsferðir um Lissabon og nágrenni. Hvítasunnuhreyfingin í Portúgal er samsett af 500 sjálfstæðum söfnuðum. Forstöðumenn í fullu starfi eru 140, þar að auki er fjöldi forstöðumanna, öldunga og djákna í hlutastarfi. Söfnuðirnir stunda kristniboð á Azoreyjum, Madeira, í Macao, Angola og Mozambique. Yfirskrift mótsins í Lissabon verður: Hvítasunna ídag. Vinirnir í Portúgal vænta þess að mótið verði til að efla skilning yfirvalda á frjálsu kristilegu starfi og að rýmka um starfsskilyrði hvítasunnumanna. Mótið verður haldið í FIL sýningarhöllinni. Hægt verður að kaupa máltíðir við vægu verði og hefur mótsstjórnin fengið ferðaskrifstofu til að annast útvegun gistipláss fyrir gesti. Opinber mál mótsins verða Mótsstaður: FIL ráðstefnuhöllin íLissabon.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.