Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 15
Hallgrímur Guðmannsson Hvítasunnustarfið á seifossi 30 ára Fjölskylda Arnulds Kyvik, talið f.v. Davíð, Loyd, Magný, Ann-Marie, Jakob, Arnulf, Harald og Vilhjálmur. Hinn 4. nóvember varð Hvíta- sunnustarfið á Selfossi 30 ára. Þennan dag árið 1956, sem bar upp á sunnudag, hófst fast starf Hvítasunnumanna á staðnum að Austurvegi 40 A, en kaup voru fest á þeirri húseign og hún end- urbætt. Frumkvöðlar starfsins voru norsku trúboðshjónin Arnulf og Magný Kyvik, sem komu til ís- lands 1939. Raunar byrjaði Arn- ulf Kyvik kristilegt starf á Sel- fossi í einhverjum mæli þegar 1954 og hélt því áfram til ársins 1963, er hann hvarf af landi brott til Bandaríkjanna. Aðrir helstu liðsmenn og trú- boðar Hvítasunnustarfsins á Sel- fossi hafa verið Kristín Sæ- munds, Ellen Edlund, Sigur- mundur Einarsson, Elísabet Doris Eiríksdóttir, Óli Ágústs- son, Auðunn og Óla Blöndal og nú síðast Hallgrímur S. Guð- mannsson og Hólmfríður Hanna Magnúsdóttir, auk fjölda ann- arra vina sem stutt hafa starfið í gegnum árin með virkri þátttöku og fyrirbænum. Guð hefur gefið náð þessa þrjá áratugi og allumfangsmikið trú- boðsstarf hefur verið rekið fram til dagsins í dag. Jafnhliða safn- aðarstarfinu á Selfossi hélt starf- ið á fyrri árum uppi tíðu sam- komuhaldi í fangelsinu á Litla- Hrauni og drykkjumannahælinu Akurhóli Rangárvöllum, oftast í samstarfi við Hvítasunnusöfn- uðinn í Kirkjulækjarkoti eða Reykjavík. Aðrir hafa nú gengið inn í þessa þjónustu. Þá ferðaðist Sigurmundur Einarsson trúboði héðan frá Selfossi víðsvegar um landið árum saman til að boða fagnaðarerindi Jesú Krists í rit- uðu og mæltu máli. Ennþá er haldið áfram á sömu braut hvað ferðatrúboðið varðar, enda er það mjög mikilvæg starfsgrein. Ferðatrúboð og dreifing kristilegs lesmáls hefur verið og er helsta starfssvið und- irritaðs um margra ára skeið. Frá 1974-1982 rak Hvíta- sunnustarfið á Selfossi blómlegt sunnudagaskólastarf á Hellu ásamt Hvítasunnusöfnuðinum í Kirkjulækjarkoti, samhliða eigin sunnudagaskólastarfi og öðrum föstum samkomum á Selfossi. A þessu hefur orðið breyting. í dag eru haldnar reglubundnar sam- komur árið um kring þrisvar í viku — bænasamkomur fimmtudags- og laugardagskvöld og almennar samkomur á tveim- ur sjúkrahúsum Selfossbæjar og er það starf vel þegið. Einnig eru hafðar samkomur á Dvalar- heimilum í sýslunni, en þau eru fjölmenn eins og til dæmis Ás í Hveragerði og Kumbaravogur Stokkseyri. A þessum stöðum eru ávallt opnar dyr og hjörtu. Þá má einnig geta þess að starfið á Selfossi hefur nokkur undanfarin sumur lagt Kristilega Frh. á bls. 31

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.