Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 27

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 27
•i.} rjtl.% **S ^ Evrópumóti 1981 i Finnlandi. enska og portúgalska, en allt efni er þýtt jafnóðum á fleiri mál, þar á meðal sænsku eða norsku. Eins og ævinlega er fjöldi söngvara, kóra og hljómsveita til staðar og margir ræðumenn taka til máls. Þeirra á meðal: Olof Djurfelt (Svíþjóð), Paul Wiever og Ray Bevan (England), Attila Fabian (Ungverjaland), Adolf Rutz og Jakob Zopfi (Sviss), Kai Antturi (Finnland), José Pessoa (Portúgal) og Van Ameron (Holland). Áhugi er fyrir því að efna til hópferðar frá íslandi á mótið. Ætlunin er að fara í a.m.k. tveggja vikna ferð. Nokkrum tíma yrði varið til sólbaða og skoðunarferða og síðan viku á mótinu. Samkomur mótsins verða einkum á morgnana og kvöldin, ætlunin er að miðdegið verði til frjálsar ráðstöfunar. Portúgal er vinsælt ferðamannaland og gefst hér kjörið tækifæri til að verja sumarleyfinu á andlega uppbyggjandi hátt. Undirritaður hefur sótt nokkur alþjóðleg mót hvítasunnumanna og telur að fólk þurfi ekki að óttast tungumálaörðugleika. Þeir sem eitthvað gagn hafa af norðurlandamálum, ensku eða þýsku, geta auðveldlega fylgst með því sem fram fer. Þess utan er hið alþjóðlega samfélag trúaðra nokkuð, sem skilst fullkomlega, án tungumálakunnáttu. Æskilegt er að þeir, sem hafa áhuga á að fara í slíka ferð, gefi sig fram við undirritaðan hið fyrsta vegna nauðsynlegs undirbúnings. Guöni Einarsson, sími 91-20735/25155. Fulltrúar evrópskra hvitasunnumanna og portúgalska undirbún- ingsnefndin.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.