Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 22

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 22
ffinDBHUBDBffi Framhaldssagan: Mari Lornér Aftur til lífsins í 15. kafla Lúkasarguðspjalls flnnum við dæmisögu, sem sýnir greinilega að afturhvarfið er viljaathöfn. Þar er sagt fra föður og tveim sonum hans. Dag einn krefst yngri sonurinn síns hluta föðurarfsins. Síðan yfírgaf hann föðurhús og settist að í framandi landi. Þar lifði hann í vellysting- um og glaumi. Meðan hann átti peninga var hann umkringdur fjölda vina sem svölluðu með honum. Sá dagur kom að hann varð að viðurkenna dapurlega staðreynd. Peningarnir voru uppurnir. Hann hafði sóað öll- um arfinum. Samstundis hurfu svonefndir vinir hans. Að lokum hafnaði hann, ein- mana og vinalaus, hjá bónda nokkrum sem skipaði hann svínahirði. Hann fékk að búa í svínastíunni og borða af drafinu sem svínin átu. Það var þá, í dýpstu niðurlægingunni segir Biblían, að augu hans lukust VII. hluti upp. Honum varð ljóst að hann hafði tekið ranga lífsstefnu. Það rifjaðist upp fyrir honum hversu vel honum hafði liðið í foreldra- húsum, þar sem jafnvel þjónarn- ir höfðu það betra en hann nú. Hann ákvað að snúa við. „Ég fer heim til pabba!" Akvörðunin var ekki tekin í skyndilegu til- finningauppnámi. Nei, hann vitkaðist, hugsaði um stöðu sína og tók síðan staðfasta vilja- ákvörðun og sneri við. A heimleiðinni hugsaði hann sér að hann skyldi segja við föð- ur sinn:.....ég hefsyndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekkiframar verður að heita son- ur þinn. Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum", (Lúkas 15:18-19). Honum var ljóst að allt hið góða, sem hann mátti vænta af hendi föður síns í framtíðinni, yrði af einskærri náð. Þegar sonurinn kom heim og hitti föður sinn mætti honum yfírfljótandi kærleiki og náð. Hann varð ekki einn af húskörl- um föður síns. Hann var endur- reistur sem fjölskyldumeðlimur og fékk að reyna gleði þess að vera barn föður síns. Hans biðu ný klæði og nýr gullhringur. Honum var tekið heilshugar og gleðin varð mikil. Guð meðhöndlar þig á sama hátt, þegar þú snýrð við. Hann tekur ekki við þér með kröfur og væntingar á allar hliðar, heldur mætir hann þér í kærleika og náð. Það er allt til reiðu af Herr- ans hálfu. Nú er það undir þér komið hvað gerist. Það ert þú sem veitir viðtöku og það ákveð- ur þú af frjálsum vilja. 1 bernskuheimili mínu var út- saumaður borði á vegg með orð- unum: „Jesús vill, vilt þú?" Hér liggur vendipunkturinn. Viltþú? Ég sný mér beint til þín, sem

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.