Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 36
30
og þegja. En guðsorð segir, að vér skulum biðja
fyrir þeim, sem syndgar. Taktu þér ákveðinn
mann og biddu fyrir honum; eða taktu þér á-
kveðinn flokk. Ég held, að til sé nóg af trú-
uðum mönnum á landinu til þess, að hver og
einn einasti fslendingur eigi sér vin, sem biður
fyrir honum. Sé svo ekki, þá biðjum þess fyrst.
En vjer getum líka beðið fyrir allri þjóðinni.
»Til komi þitt ríki; verði þinn vilji, svo á jörðu
sem á himni«. Pegar vjer biðjum þeirrar bæn-
ar, megum vér minnast vorrar þjóðar sérstak-
lega. »Gefðu vakning yfir þjóðina«. Það sé bæn
vor. Stutt er hún. Ákveðin er hún. Víðfeðm er
hún og felur í sér og leiðir af sér ótal aðrar
þrengri bænir.
»Uppskeran er mikil og verkamennirnir fáir;
biðjið því herra uppskerunnar, að hann sendi
verkamenn til uppskeru sinnar«. (Matt. 9, 37
—38). Það er skipun Jesú. Hlýðum. Guði sé lof,
að vér megum biðja þessa. Nú vantar menn,
sem fari af stað og prédiki. Trúaðir menn, vak-
andi menn, áhugasamir menn, þurfa að verða
prestar, leikprédikarar, rithöfundar, skáld og
kennarar. Hugsum oss, hverju trúaður læknir,
sem veit, hvað hann vill, getur komið til leiðar.
Nú vantar menn, sem veki þjóðina. Biðjum um
þá. Nú vantar líka sálnahirða, sem taki við
hjörðinni; sem huggi iðrandi sálir, sem ráðleggi
ráðvilltum guðsbörnum, sem styðji hina veiku