Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 37
31
og reisi hina föllnu, sem kunngeri hið þóknan-
lega ár Drottins. Þetta er Guð fús til að gefa
oss, ef vér biðjum um það. Hann sagði oss að
biðja þess. Segjum því af hjarta: »Send verka-
menn til uppskeru þinnar«.
»Allir eiga þeir að vera eitt«. (Jóh. 17, 21).
Þess bað Jesús. Biðjum þess líka. Vér megum
ekki missa þá, sem snúa sér til Guðs. Þeir mega
ekki dreifa sér í ótal flokka. Einn segir: »Eg er
Péturs^, annar: »Eg er Lúthers«, þriðji: »Ég
er endurskírður«, fjórði: »Ég held laugardag-
inn«, fimmti: »Eg er Krists«. Erum vér þá
skírðir til Péturs eða Lúthers? Er ónýt náo
Guðs á börnum? Erum vér undir lögmáli eða
náð. Hefir ekki Jesús sagt: »Skírið«. (Matt.
28, 19). Biðjum um einingu. Ég veit, að í ná-
grannalöndum vorum, Noregi, Danmörku og
Englandi, er flokkadráttur mikill og skaðlegur.
Biðjum því Guð 'um það, að hjörðin verði ein,
Þegar vakningin kemur; að sundrungarandinn
úreifi ekki kröftunum. Biðjum um samhuga for-
ingja, sem fylltir séu heilögum anda og muni
orðið: »Eigi skuluð þér heldur láta yður leið-
toga kalla, því að einn er leiðtogi yðar, Kristur«.
(Matt, 23, 10).
Vér þurfum vakningu, verkamenn og einingu.
Eiðjum stöðugt og þreytumst ekki. (Lúk. 18, 1).
M. R.