Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 129
123
allan tímann, aðeins 6 kirkjur, og ekkert var gert af
yfirvaldanna hálfu til að bœta úr þeim misjöfnuði.
Arið 1852 er fyrst hafið máls á þvi, að nauðsyn beri
til að fjölga kirkjunum í borginni og 22. nóvember
það ár er starfsnefnd mynduð, skipuð 7 leikmönnum.
Askorun, um fjárframlög í þessu skyni, er send út til
þjóðarinnar og innsöfnun hefst. 9 árum seinna er svo
fyrsta kirkjan fullbyggð.
Fyrsti presturinn við St. Jóhannesarkirkjuna varð
hinn vinsæli og athafnamikli maður Rudolf Frimodt.
Hann varð fyrirrennari kirkjubyggingamálsins, og þau
18 ár, sem hann starfaði 1 Kaupmannahöfn, voru byggð-
ar margar nýjar kirkjur.
Eftir fráfall hans var litið aðhafst í málinu Um hríð.
Bærinn óx stöðugt og kirkjuþörfin varð, eins og gefur
að skilja, stöðugt meiri og tilfinnanlegri. Risavaxnir
söfnuðir mynduðust með alR að 76 þúsund meðlimum.
Hópskírnir og hóphjónavígslur voru daglegir viðburðir
eins og geta má nærri, og varð þvi, velsæmis vegna,
að gefa út fyrirskipanir um það að ekki mætti vígja
fleiri en 8 hjón í einu í kirkjunni.
Arið 1886 hófust hinar svonefndu »Betesda-samkom-
ur«. í>að voru almennar kristilegar samkomur, sem
voru haldnar reglulega í mörg ^r. A fyrstu samkom-
unni var umræðuefnið: »Starfið meðal hins vantrúaða
fjölda í höfuðstaðnum«. Þegar frummælandinn hafði
lokið máli sinu, tók presturinn Jóhannes Möller til
málst og bar fram það nýmæli að hefjast nú þegar
handa fyrir byggingu á mörgum smákirkjum viðsvegar
um borgina, því bygging stórra kirkna, eins og áður
hefði legið fyrir, væri ekki hin rétta leið. Þetta varö
svo upprunastund kirkjubyggingamálsins. Hugmyndinni
var vel tekið og »Félag til byggingar smákirkjum í
Kaupmannahöfn« var stofnað.