Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 95
89
hristu þeir dust menningarinnar af fótum sér
og héldu með Indíánanum inn hið óþekkta land.
Þeir héldu upp með fljótunum inn í landið,
unz þeir komu á þær slóðir, þar sem þeir Ortega
og Fields höfðu áður starfað. Þar tóku 200 skírð-
ar Indíánafjölskyldur á móti þeim. Og þarna
stofnuðu þeir svo fyrstu Indíánanýlenduna, sem
þeir nefndu Loretto eftir bæ þeim á Italíu, þai-
sem sagt er að vagga Jesú sé geymd. Og Loretto
"varð vagga þessa merkilega ríkis, sem nú var
verið að setja á stofn. Skömmu síðar var önnur
fiýlenda stofnuð, sem nefnd var Sanct Ignacio,
eftir stofnanda Kristmunkareglunnar, og innan
fárra ára risu 12 blómlegar borgir með nýjum,
reisulegum kirkjum inni í miðjum frumskóg-
^num. En þá var sá Kristmunkurinn kominn
til skjalanna, sem telja má í rauninni skapara
índíánaríkisins; hét hann Montoya.
Þegar búið var að stofna nýlendur víðsvegar
um Guayra-héraðið, þá tóku Kristmunkarnir að
fmra sig suður á bóginn og að stofna nýlendur
i Entre Rios, Millifljótalandinu, sem svo var
uefnt, vegna þess að það lá milli fljótanna Uru-
guay og Paraguay. Þetta hérað varð seinna
^jarninn í Kristmunkaríkinu, því að ógurlegt
°fviðri var í aðsigi í norðri, sem sópaði burt
ftorðlægu nýlendunum.
Þegar Kristmunkarnir völdu Guayra til að
stofnsetja þar ríki sitt, þá hefir orsökin vafa-