Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 88
82
ingu. Vopn þeirra voru bogi og örvar, hörð tré-
kylfa og steinslanga.
Guaraníar voru litlir, axlabreiðir og mjög
klunnalegir í vexti, rauðbrúnir á hörund. Hárið
var hrafnsvart og grófgert, og áður en Evrópu-
menn komu til landsins, höfðu bæði karlar og
konur sítt hár, sem var fléttað í eina fléttu.
Karlmennirnir voru næstum eða alveg skegg-
lausir. Konurnar voru á evrópískan mælikvarða
ljótar, litlar, digursvíraðar og flatbrjósta.
Skilningarvit Guaranía voru mjög næm. Að
vöðvastyrkleika voru þeir EvrópUmönnum
fremri, en þollausari og stirðari. Yfirleitt voru
þeir mjög heilsuhraustir og náðu háum aldri.
Sársauki og erfiði hafði lítil áhrif á þá, og jafn- *
vel hættulega sár greru fljótt og án eftirkasta.
Prjósemi þeirra var að meðaltali minni en
Evrópumanna; 4 börn var meðaltal, og 10 barna
faðir var fágætur gripur.
Guaraníar voru þunglyndir og þunglamalegir
að eðlisfari. Peir lifðu aðeins fyrir hina líðandi
stund og létu algerlega stjórnast af hvötum sín-
um og duttlungum, án þess að hugsa um afleið-
ingarnar, og aldrei gerðu þeir fyrirætlanir um
framtíðina. Peim stóð á sama um flest, og lífið 1
fannst þeim ekki þess virði, að mikið væri fyrir
því haft. Peir voru ávallt þungbúnir á svipinn,
og aldrei heyrðust þeir hlæja — og heldur ekki
kveinka sér, hvað sem á gekk. Peir töluðu lítið