Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 96
90
laust verið sú, hve afskekkt það var og ram-
byggilega varið, frá náttúrunnar hendi, gegn á-
sælni og'yfirgangi Spánverja. En svona er það
nú, að jafnvel Kristmunkum getur skeikað i út-
reikningum sínum. Peir gættu þess ekki, að
þetta var að fara úr öskunni í eldinn, því að
þótt þeir að vísu losnuðu við yfirgang Spán-
verja, þó fóru þeir þarna beint í flasið á Mame-
lúkunum í Sanct Paul; en Spánverjarnir voru
hreinustu englar í samanburði við.þá.
Sanct Paid var ræningjabæli á vestur-strönd
Brazilíu. Portúgalsmenn, höfðu byggt borgina
1532, og íbúar hennar, þegar hér var komið
sögu, voru afkomendur þessara Portúgalsmanna
og innfæddra kvenna, og svo auk þess glæpa-
menn og allskonar óþjóðalýður frá öllum lönd-
um veraldar. Voru kynblendingar þessir nefndir
Mamelncos. Þeir voru hraustir og harðgerir,
að nafninu til kristnir, borgarar í menningar-
borg með dómkirkju og prestaskóla. En þrátt
fyrir þessar skrautfjaðrir ^voru íbúarnir svo
þrælslega miskunnarlausir blóðhundar og þræla-
salar, að leitun mun vera á öðru eins í veraldar-
sögunni. Peir notuðu eldvopn Evrópumanna og
fóru með ári hverju lengra og lengra upp með
fljótunum og suður með ströndinni til að leita að
gulli og veiða þræla. Það er svo mælt, að er þeir
voru í essinu sínu, hafi enginn verið óhultur, sem
ekki var a. m. k. í 100 mílna fjarlægð. Peir