Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 86
80
bráðar að færa sér þau í nyt. En um leið byrj-
aði þrælkun Indíánanna, sem fyrir voru í land-
inu. Fyrst voru þeir sviptir landi sínu og síðan
frelsinu. Þegar þeir veittu viðnám, voru þeir
brytjaðir niður, svo að hinir, sem sluppu með
líftóruna beygðu sig í auðmýkt undir þrælkun-
ina.
Þess ber þó að geta, að spænska stjórnin leit-
aðist við að koma í veg fyrir, að Indíánarnir
væru kvaldir meira en góðu hófi gegndi, á þeirra
tíma mælikvarða. En spænsku landeigendurnir
í Paraguay voru ekki hrifnir af þessum mann-
úðarráðstöfunum stjórnarinnar og reyndu af
fremsta megni að koma í veg fyrir framkvæmd
þeirra. Enda tókst þeim það, að gera fyrirskip-
anir stjórnarinnar að dauðum lagabókstaf. Það
er gott dæmi um eftirlitið, að mælt er að hirðin
í Madrid (á Spáni) hafi fyrst komizt að raun
um þai) árið 1780, að þrælahaldið. sem var »af-
numið« með lögum árið 1612, væri enn í blóma í
Paraguay.
Spænska stjórnin reyndi einnig að stuðla að
því, að Indíánarnir snerust til kristni. Allmargir
prestar og trúboðar voru sendir til þeirra, og
í skjótri svipan virtist svo sem þeir ynnu mikið
á. En það var hvort öðru líkt, hið stjórnskipaða
»frelsi« Indíánanna og kristindómurinn, sem
þeim var fluttur. Trúboði með róðukross í hendi
fór hratt yfir víðáttumikil héruð, skírði Indíán-