Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 92
86
arnir spurðu þá, hvort þeir hefðu nokkurntíma
hugsað um guð, þá kom það ósjaldan fyrir, að
þeir svöruðu: »Nei, aldreik Miklu meiri þýð-
ingu höfðu læ'kningamenn þeirra, sem voru bæði
seiðmenn og læknar. Þeir höfðu hvorki goða-
myndir, musteri né presta og yfirleitt alls enga
skipulagsbundna guðsdýrkun. Þeir einu helgi-
siðir, sem hafðir voru um hönd, voru notaðir
í sambandi við nafngjöf barnanna. Meðal ann-
ars var þá stríðsfanga fórnað og hann síðan ét-
inn. Þegar búið var að drepa hann, urðu allir
að snerta líkið annaðhvort með hendinni eða
staf, og síðan var öllum þeim börnum gefið
nafn, sem fæðzt höfðu síðan síðast var haldin
slík hátíð. Og þar sem það var mjög sjaldan,
að Guaraníar höfðu stríðs fanga, svo frábitnir
sem þeir voru hernaði, þá voru það oft mörg
börn, sem gefið var nafn í einu.
Guaraníar héldu, að sálir framliðinna dveldu
i námunda við líkið, oftast í sjálfri gröfinni,
og sáu þeir því ,um, að þar væri tómt rúm til
afnota fyrir sálina.
Guaraníinn dó eins og hann lifði — möglunar-
laust. Hann áleit, að allt væri hégómi, og hví
skyldi þá dauðinn skelfa hann? — Líkið var lát-
ið liggja í gröfinni í sömu stellingum og barnið
í móðurlífi. Og þar með var öllu lokið. — —
Enginn veit enn í dag með vissu hvaðan Krist-