Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 55
49
tasa biblíukafla fyrir afa sinn. Spurgeon hefir
1 einni ræðu sinni sagt frá atviki, í sambandi
þetta. Hann segir svo frá: »Þegar jeg var lít-
ðl drengur, man jeg eftir að jeg einn dag við
kvöldlesturinn las þann kapitula í Opinberun-
arbókinni., þar sem talað er um brunn undir-
djúpsins — »the bottomless pit«. Jeg nam stað-
ar í miðri setningu og sagði: »Afi, þessi botn-
lausi brunnur, hvað er það?« »Lestu áfram,
barnið mitt,« sagði hann. Næsta morgun las
•leg kapítulann aftur og spurði á sömu leið og
^ékk sama svar. Þannig liðu margir dagar, sami
kaPítuli, sama spurning, sama svar. — Jeg vildi
ekki láta undan, fyr en jeg fengi útskýringuna.
%' man ennþá skelfinguna, sem greip mig, er
kann útskýrði þetta fyrir mér«.
A bernskuárunum varð hann þegar fróður í
Biblíunni, eins og' það, sem hann las og heyrði,
safnaðist saman í undirmeðvitund sálar hans,
geymdist þar og varð upphafið að biblíufestu
bans, fróðleik, sem hann átti þá þegar og bætti
stöðugt við og jós af í ríkum mæli í prédikun-
am sínum seinna. Ilve mikið hann fékk af al-
Aiennri eða klassiskri menntun á bernsku- og
kvrstu æskuárum, veit ég ekki, en 15 ára gam-
all varð hann kennari í Baptistaskóla í New-
aiarket. Þar komst hann inn í efasemdir og
abkið sálarstríð, þótt ungur væri. Um tíma
l'birgaf hann barnatrú sína, en hún var of rót-
4