Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 133
127
»0g er hann sá mannfjöldann, kenndi hann í brjósti
um hann, því að þeir voru sem sauðir, er engan hirðir
hafa« (Mark. 6, 34.).
Alþ.iiiðasambuinl kristiima Gjðinga.
Arið 1925 var stofnað alþjóðasamband kristinna Gyð-
inga. Hreyfing þessi hefir vaxið mikið í öllum lönd-
um siðan og meðal fylgjenda hennar eru ekki aðeins
fátœkir smælingjar, sem kallað er, heldur einnig fjöldi
hámenntaðra Gyðinga, sem hneygjast nú að kristinni
trú. Þar á meðal eru 200 fyrverandi Rabbínar og marg-
ir þeirra höfðu allt að 20 þúsund krónur í árslaun.
Sumir þeirra óska að gerast kristniboðar og eru þegar
60 sendir út á trúboðsakurinn. Hin fyrsta hugsun
þeirra Gyðinga, sem snúist hafa til kristinnar trúar,
er sú, að gerast prédikarar. Þeim er umhugað um að
gera aðra hluttakandi í því, sem þeim hefir sjálfum
hlotnast.
Fæðingnrstuður Krists fundinní
Maríukirkjan í Betlehem er sögð vera byggð á þeim
stað, er Kristur fæddist, að þvi er munnmæli herma.
Hún er kölluð fæðingarkirkja Krists, og þangað streym-
ir árlega fjöldi pílagríma. En nú er hægt að sanna
það, að Kristur hafi I raun og sannleika fæðst þarna,
að jatan, sem hann var lagður i, hafi verið einmitt
þar, sem altari Maríukirkjunnar er nú. Þetta hafa
visindamenn reynt að sanna með rannsóknum og forn-
menjafræðingar hafa fengizt mikið við að leysa þessa
spurningu á liðnum öldum.
Nú virðast menn vera nokkru nær því en áður. Nýr
uppgröftur á þessum slóðum, hefir fært menn
meira en þrjú hundruð ár nær þeim tima, er Kristur
fæddist.