Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 70
64
undir borgina gripu hann óskaplegar efasemdir;
en hann féll þá á kné í heitri bæn og sigraðist
á þeim. Hann fékk prentarann til þess að prenta
ritið, en þó aðeins með þeim skilyrðum, að hann
tíorgaði það fyrirfram, 13 ríkisdali. Pess má
geta í þessu sambandi, að síðar meir fór Hauge
til Hafnar m. a. til þess að fá prentað bæði ný
upplög af eldri ritum sínum og sömuleiðis ný rit.
Þá voru bækur hans svo vinsælar, að 3 prent-
smiðjur höfðu nóg að gera fyrir hann einan,
og ein þeirra í 4 mánuði. Hann skrifaði alls
33 rit, sem gefin voru út í 250 þús. eint. alls. —■
»Heimska heimsins« og »Vizka Guðs«, sem hann
gaf út skömmu síðar, eru aðallega um vantrúna
og þá spillingu, sem alstaðar ríkti og þá jafn-
framt áköf árás á hina vantrúuðu og guðlausu
presta.
Og þeir gleymdu ekki orðum Hauge. Um
haustið þegar hann var kominn heim aftur frá
Osló fór hann að halda samkomur, og brauzt
þá út trúarvakning. Fjöldi manns, sem lifað
hafði guðvana lífi, sneri sér til Guðs. En þá
þoldi prestastéttin ekki mátið. Sóknarprestur
Hauge í Tune, Stevelin Urdal að nafni, reið á
vaðið. Hann blátt áfram hataði Hauge og alla
hans fylgifiska. Og þessi prestur var það, sem
gaf Ilauge fyrsta höggið vegna fagnaðarerind-
isins, sem hann boðaði.
Samkvæmt kgl. tilskipun 1741, mátti ekki