Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 115
109
Þær unnu aldrei á ökrunum, heldur ýmist við
»knipplingar« eða baðmullarspuna.
Að loknu dagsverki söfnuðust allir í kirkjuna
aftur á sama hátt og- um morguninn. Þá var
stuttur kvöldsöngur, aftur yfirheyrsla í kristn-
um fræðum, og að því loknu var kvöldklukkun-
um hringt. Þá bar hverjum að fara heim til
sín, og væri einhver á ferli eftir þann tíma, þá
var hann skilyrðislaust tekinn fastur af nætur-
vörðunum, og hafður í fangelsi til niæsta morg-
uns, er mál hans var tekið til meðferðar.
Hvað höfðu Indíánarnir unnið á því, að ganga
undir þetta þjóðskipulag Kristmunkanna? Fyrst
og' fremst það, að öllum áhyggjum fyrir dag-
Jegu brauði var ,létt af þeim. Þeir fengu eins
mikið nautakjöt og þeir þurftu með, og hið opin-
bera sá fyrir öllum þeirra jjörfum. Gamalmenni
og vsjúklingar þurftu engu að kvíða. Og jietta
voru engir smámunir — jjað eru þessi vanda-
mál sem nú eru að sliga öll menningarríki ver-
aldarinnar.
Ennfremur höfðu Indíánarnir fengið kristin-
dóminn. Og hefði það verið lifandi, djúptækur
kristindómur, þá hefði það auðvitað haft geysi-
mikla þýðingu. En að því er virðist, hafa Indí-
ánarnir ekki tileinkað sér nema það allra mest
yfirborðslega í kaþólsku trúnni. Þeir höfðu þær
trúarskoðanir, sem prestarnir lögðu fyrir þá,
þeir krupu fyrir Maríu-líkneskjunum, eins og