Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 94
88
þeir settu þau skilyrði fyrir liðveizlu sinni, að
þeir fengju ótakmarkað vald til þess að safna
öllum þeim Indíánum, sem snerust til kristinn-
ar trúar, í sérstök þorp eða bæi og að stjórna
þeim óháðir spænskum yfirvöldum; ennfremur
til að byggja sérstakar kirkjur og til að rísa
gegn hverjum þeim, í nafni Spánarkonungs, sem
gerði tilraun til að skerða frelsi Indíánanna,
undir hvaða yfirskini, sem það væri gert. Lands-
stjórinn sá, að þessar kröfur voru í samræmi
við vilja konungsins og gekk því að samning-
unum. En meðal Spánverjanna í Paraguay, sem
sáu, að með þessu var verið að koma í veg fyrir
að Indíánarnir væru hnepptir í þrældóm, reis
upp megn óánægja. Enda fengu Kristmunk-
arnir óþyrmilega að kenna á því, þegar þeir
lögðu af stað til Guayra í des. 1609. Hvar sem
þeir komu mættu þeir hinni mestu óvild, og
reynt var að hefta för þeirra. 1 Villa Rica,
sem var síðasti spænski bærinn, sem þeir fóru
um, var þeim neitað um fylgdarmann. En þeir
höfðu þegar náð sambandi við Indíánana, og Ind-
íánahöfðingi kom og bauð þeim leiðsögn sína og
verncl. En Spánverjarnir í Villa Rica vörpuðu
honum í fangelsi, þegar þeir vissu um erindi
hans, og þeir Maceta og Cataldino urðu að hóta
þeim ónáð biskups, landsstjóra og konungs, til
þess að fá hann látinn lausan. Að því loknu