Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Blaðsíða 136
130
unni. Presbyterar hafa rekið þar trúboð og áunnið um
20 þúsund manns, aðallega frá Koptisku kirkjunni. En
í meginhluta landsins hefir fagnaðarerindið aldrei verið
boöað.
Svartir prestaj’.
Margir svertingjar hafa verið prestar í kirkju mót-
mælenda á liðnum tima, en Rómversk-katólska kirkjan
1 Bandaríkjunum hefir fyrst síðastliðið ár vígt fjóra
svertingja til prestsþjónustu. Arið 1914 var hafinn
undirbúningur að stofnun prestaskóla, aðallega fyrir
svertingja, en úr framkvæmd varð þó ekki fyrr en
1920. Katólskir menn í Ameríku vænta þess að þetta
spor hafi mikla þýðingu fyrir trúboðsstarf þeirra meðal
svertingja. Katólskri trú hefir mjög hnignað meðal
svertingja i Bandaríkjunum á síðari timum. Meðan
Spánverjar og Frakkar höfðu völdin þar, á 16—17 öld,
þá tilheyrðu allir svertingjar rómversk-katólsku kirkj-
unni og jafnvel allt fram á 18 öld voru flestir þeirra
kátólskir. Arið 1860 er talið að 250 þús. katólskir svert-
ingjar hafi verið þar. Nú er talið að 12 milljónir svert-
ingja séu í Bandaríkjunum, en af þeim eru enn að-
eins 250 þúsund katólskrar trúar. Þetta er talið stafa
aí því, að katólska kirkjan hefir ekki fylgt dæmi mót-
mælenda i því, að vinna að vejferð svertingjanna.
útbrelðsla Blblíunnai* í Ameríku.
A 118. ársfundi amerlska Biblíufélagsins var skýrt
frá því, að útbreiðsla Biblíunnar á liðnu ári hefði verið
7,9 milljónir eintaka á 155 mismunandi tungumálum.
Arið 1932 voru tekjur félagsins 580 milljónir dollara,
en árið 1933 höfðu þær aukizt upp i 750 milljónir
dollara.
Art'Ielðsluskrá Saclliu Sundar Slngb opnuð.
Flestir kannast víst við hinn mikla postula Indlands,