Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 Menn kynnu að halda, að síra Árni ætti við það. En það er varla svo, því er hann ræðir um selstöð- ur, segist hann ekki vita nenta það, :*ð Garðar eigi selstöðu í því svo- kallaða Kirkjulandi, sem liggur fyrir ofan byggðina, frá Elliða- vatns- og Vatnsendalandi, suður að Krýsuvíkurlandi og upp undir fjöljin, og hafði verið haft í seli þ^r til 1832, en aðrir í sókninni höfðu ekki notað selstöðu um hálfa öld fyrir 1842. Svæði þetta er stórt mjög, en Jarðabók Árna Magnús- sonar segir, að staðurinn í Görðum eigi selstöður, þar sem heitir við Kaldá, og eru þar bæði hagar og vatnsból gott. í öllum máldögum Garða er svæði þetta nefnt: Al’rétt í Múla- ‘ún, t. d. DI iv 108, vi 123, xv 638, °g var síra Árna þetta kunnugt, enda er pláss þetta í Garðalandi. Ornefni í kringum Hafnarfjörð °g í honum sjálfum hafa orðið iyi'ir töluverðu hnjaski innfluttra ntanna. Ófriðarstaðir verða Jófríð- arstaðir, Steinhes verður Steinhús, Klelrakkagil verður Markrakagil, öfugt, svo örfá dæmi séu tek- nt. Skúlatún er vafalaust afbökun úr Múlatúni. Leitin að Skúlastöðum hefur sennilega verið áköf, meðan lærðir nienn bjuggu á Álftanesi og skól- inn var starfræktur á Bessastöðum. f>eir hafa vitað, að Skúlastaðir eru entgöngu nefndir í Landnámu. heir kunna að hafa stuðlað að nýrri nafngift. Eltirtektarvert er, að Árni Magn- usson nefnir m. a. eftir sögn gam- als manns, að bær hafi staðið í Lönguhlíð(I). Virðist bæjarheitið L'nt, því maðurinn ruglar svo sögn- uini saman við skriðuhlaupið á Lönguhlíð í Hörgárdal 1389. Sbr. Ssí 2: I, 2 bls. 60. Sé lýsing Brynjólfs frá Minna- NúPÍ í Árbók fornleifafélagsins - 08 athuguð, þá er hún ekki sann- Lerandi um, að þar háfi býli verið. Lnda eigi heldur lýsing Þorvalds Áhoroddsen í Ferðabók I. i ilgátan, sem hér liefur verið úiepið á, er eigi heldur svo senni- jeg- Kapelluhraun og þá Nýja- u.iun liggur á eldra hrauni. Eftir ^ðalínum að dæma hefur þó |e,,giö kvos í landsuður frá Ltumi og myndað dalverpi rúm- lega 1 km á breidd, en 3 knt inn frá sjó. Pláss hefði verið þar, hefði jarðvegur verið nægur á hinu eldra hrauni. Landnámsjarðarinnar er eðlileg- ast að leita við sjóinn, þvi fiskiföng hafa laðað frumbýlinginn. Prólessor Ólafur Lárusson hefur bent á ákvæði í elzta máldaga Bessastaða, sem gæti bent til, að annað hvort Sveinbjörn Ásmunds- son á 12. öld eða afi hans Svein- björn Ólalsson á 11. öld hafi átt Bessastaði, en þeir voru í beinan karllegg af Ásbirni Özurarsyni landnámsmanni á Skúlastöðum, en landnám hans náði frá Hrauns- holtslæk suður að Hvassahrauni, þ. e. Afstapahrauni. Sjálfur hef ég á þessum vettvangi bent á Garða. Nú má í því sambandi benda á annað. Sonur Sveinbjarnar Ás- mundssonar var Styrkár, en hans getur í sambandi við Viðeyjar- klaustur, sem liann gaf rekapart. Er Jæss getið í máldaga, er varð- veitzt hefur í aískrift frá því um 1598, er Oddur biskup Einarsson lét gera og er prentað eftir henni í DI i 507. En eins og textinn er þar lesinn og prentaðúr, er hanin mjög villandi. Þó virðist hann eiga við Krýsuvík að nokkru. Það er í ntáldögum reyndar að finna orða- lagið til marks við Beðstæðinga (eða Bessstæðinga), DI ii 361, sem hefur verið skilið sem Bessastaðamenn. Gæti ]rað þá enn stuðlað að því að binda Bessastaði við ættmenn Ás- bjarnar á Skúlastöðum. Og hafa menn þá í því sambandi blínt á ofarnefndan máldaga og tengt Styrkár við Bessastaði og gjört ráð fyrir, að reki Styrkárs væri santi og ljórðungsreki Viðeyjar í Krýsuvík. Nú vill svo til, að textinn er ranglesinn, en aðeins eitt orð. í máldaganum stendur og til hægð- arauka fyrir lesendur fært tjl nú- tímastafsetningar: „Styrkár Sveinbjarnarson galt staðnum hvalreka meðal Hraun- nesstjarna og Kolbeinsskora, hina fjórðu hverju vætt, og hval, hvort sem er meiri eða minni. En sá mað- ur, er býr í Krýsuvík skal skyldur að festa hvalinn, svo að ei taki sær út og gera orð til Viðeyjar fyrir þriðju sól.“ í fornbréfasafninu stendur í hval. í máldagabókinni stendur fyrir og löng z. í landamerkjaskrá Steingríms biskups Jónssonar og með hans hendi í Lbs. 112 4to bls. 166 er lesið og eins og ég geri. Að sá lestur er réttur er tiltölu- lega auðvelt að sýna fram á. í skjöl- um tveim lrá 1497, sem varðveitzt hala í Bessastaðabók, skrifaðri um 1570, er að finna vitnisburði um reka -Viðeyjarklausturs. Segir þar skýrt, að vitnin hafi heyrt lesinn máldaga þess efnis, að kirkja og klaustur í Viðey ætti hina fjórðu hverju vætt í öllum hvalreka utan frá Kolbeinsskor og inn að Hraun- nesstjörnum eður vötnum, hvar sein á land kæmi á þessu takmarki, er liggur fyrir Strönd í Kálfatjarn- arkirkjusókn. Eitt vitnið hafði bti- ið 29 vetur í Hraunum og annað alizt þar upp; Jniðja vitnið lial'ði verið 46 vetur í klaustursins vernd, en 15 vetur heimilisfastur í Viðey, en búið annars á klaustursins jörðu og verið formaður á skipum þess. Sjá D1 vii 337-38. Takmark þetta er reyndar hreppsmörk Vatnsleysustrandar- hrepps, Kolbeinsskorir heita nú Ytri og Innri Skor í Stapanum. Einkennilegt er, að reki þessi skuli ekki konta fram í skránum D ii 245-48. Texti máldagans, eins og hann liggur fyrir, er spilltur. Er ekki hægt að segja með neinni vissu, hvort Styrkár hafi gelið rekann, sem Viðeyjarklaustur átti óefan- lega í Krýsuvík. En hitt liggur ljéist fyrir, að Styrkár Sveinbjarn arson hafi átt Vatnsleysuströndina alla eða a. m. k. rekann fyrir henni. Þá er komið í annað landnám en Ásbjarnar á Skéilastöðum. Hér var landnámskona Steinunn hin gamla, er keypti Rosnrhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun af Ingólfi Arn- arsyni, en gaf Eyvindi frænda sín- um land milli Hvassahrauns og Kvíguvogabjarga, sem nú nefnast Vogastapi. Athugasemd þessi styrkir, að Styrkár Sveinbjarnarson hafi halt mikilla hagsmuna að gæta suðnr með sjó og gerir það líklegt, að Sveinbjörn Styrkársson af Rosm- hvalanesi, er féll í Bæjarbardaga 1237, hafi getað verið sonur Styr- kárs. Enn fremur styrkir hún skoð- un Ólafs prófessors Lárussonar, að Hafur-Björn, sonur Styrkárs, hafi kornizt að Nesi við Seltjörn með kvonlangi sínu, sjá Landnám Ing- ölfs, II., bls. 48-51. Áður er minnzt á Almenning- ana. Nú er ástæða til að benda á eftirtektarvert atriði í sambandi við þá. I Jarðabók Árna Magnús- sonar er svo greint um þá, að „það, sem Suðurnesjamenn kalla Al- menning, tekur til suður við Hvassahraunsland og Trölladyngj- ur. Gengur svo norður eftir fyrir ofan lönd allra Hraunbæjanna og endast svo norðan til, þar sem hann mætir Ásslandi, svo sem við taglið á Kapelluhrauni. Þá keinur Garðastaðarland og selstaða.“ Sé svo jarðabókin grandskoðuð, þá kemur í ljós, að jarðirnar í Grinda- víkur-, þé> ekki Krýsuvík, Rosm- hvalaness- og Vatnsleysustrandar- hreppum, auk Hraunabæjanna og Hvaleyrar, Áss og Ófriðarstaða eiga hrísrif til kolagjörðar og eldi- viðar í Almenningum. — Það er furða, að nokkur lirísla skuli vera eftir. — Hafnirnar eiga þar ekki ítök fremur en Krýsuvík. Það, sem eftirtektarvert er, get- ur verið tilviljun. Fyrst má benda á, að nteðal þessara landssvæða er hluti úr landnámi Ásbjarnar Özur- arsonar, bróðursonar Ingólfs, land Steinunnar hinnar gömlu allt, frændkonu Ingólfs, og land það, er fyrsti Hafur-Björn var uppi á, en það er Grindavík. Styrkár Sveinbjarnarson virðist hafa staðfestu suður með sjó, en eigi á Álftanesi og sonur hans hét Hafur-Björn. Gæti það bent til þess, að erfðir og tengdir höfðu orkað að því að tengja framan- greind svæði saman að þessu leyti, er Almenningunum við kemur. Hafur-Birnir þessir tveir eru hinir einu þekktu með því nafni frá þjóðveldisöld. Enn fremur eru Haf- urbjarnarstaðir á Rosmhvalanesi þeir einu með því nafni á landinu og reyndar Viðeyjarklaustursjörð 1398. Hvernig sem þessu er varið, þá er eitt ljóst, að jarðirnar við sunn- anverðan Hafnarfjörð eiga samleið með Suðurnesjum, en jarðirnar norðan við hala þar engra hags- muna að gæta, nema Garðar, et eiga lönd með Undirlilíðum. Og liggja skilin um Hamarinn.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.