Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Page 9

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Page 9
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARttAR 9 Páll Kr. Pálsson: TnÓnk 13] arnasori tónskáld áttrœÓur Einn sérstæðasti persónuleiki meðal núlifandi Hafnfirðinga er eialaust Friðrik Bjarnason, tón- skáld. — Um rúmlega 40 ára skeið vat hann forvigismaður tónlistar- tnála hér í bæ, og getur litið ánægð- tir yfir larinn veg eftir afkastamikið ævistarf. — Hann er fæddur í Götu í Stokks- eyrarhreppi 27. nóvember 1880, °g er kominn af 'hinni alkunnu Eergsætt. Faðir hans, Bjarni Páls- s°n, varð ungur forsöngvari í Stokkseyrarkirkju og fyrsti organ- leikari J)ar eftir að liljóðfæri kom í Eirkjuna árið 1876. Bjarni var mik- hl mannkosta- og gáfumaður, og þótti Jjað hinn mesti mannskaði, er hann drukknaði ásamt 5 öðrum við Þorlákshöfn í febrúar 1887. Þar iórust og 2 aðrir organistar. — Kjarni varð aðeins 29 ára að aldri. — Mikið var sungið á Stokkseyri a upþvaxtarárum Friðriks. Varla hittust svo 3 strákar að ekki væri tekið lagið, þríraddað. — Á æsku- heinrili hans þagnaði orgelið ekki allan daginn, Jregar ekki var róið. T ónlistarhæfileikar Friðriks ^jarnasonar komu snemma í ljós. ^■r hann var aðeins Jrriggja ára, lét taðir hans hann syngja fyrir gesti en lék sjálfur undir á orgel. Undr- nðust menn hve vel hinn ungi sveinn söng. — Eyrstu tilsögn í orgelspili fékk hann hjá frændum sínum á Stokks- e>’ri, en fór fyrst fyrir alvöru að stttnda tónlistarnám er hann kom stiður árið 1899. Hann settist í kennaraskólann í Flensborg í Hafnarfirði og lauk Jjaðaii prófi árið 1904. — Söngkennari við skól- ann var þá frændi hans Sigfús Einarsson tónskáld og nam Friðrik organleik hjá honurn. — Næstu 4 árin stundaði Friðrik kennslu austanfjalls. I „Tónlistinni", I. árg. 2. h. birtist grein eftir Friðrik, er gefur góða svipmynd af tónlistar- iðkun á heimilum austanfjalls á Jjessum árum, og Jjeim jarðvegi, sem margir af okkar fremstu tón- listarmönnum eru sprottnir úr —: „Fyrir 34 árum —“ segir Friðrik, var ég tvo vetur — Jjað er árin 1906—1908 — kennari í Gaulverja- bæjarhreppi í Árnessýslu og spilaði einnig við Bæjarkirkju. Ég kenndi meðal annarra bæja á Loftsstöðum, en Jjar bjó — og býr enn söng- hneigt fólk af Bergsætt. Við hús- lestra Jjar á bænum var sungið þrí- raddað og leikið með á fiðlu; fiðlu- leikinn annaðist roskin kona, dótt- ir bóndans, en ég lék á smáorgan, er ég átti og hafði meðferðis. Litlu síðar útvegaði ég heimili þessu stofuorgel og kenndi þremur ungl- ingum að leika á það. Síðan hefur verið haldið uppi söng við Bæjar- kirkju frá Jjessu heimili, og oftast nær helur organistinn líka verið Jjaðan. Er tæplega hægt að hugsa sér öllu ákjósanlegri heimilissöng, þríraddaðan með fiðlu-undirleik og organspili. Að sjálfsögðu vann allt heimilisfólk á Loftsstöðum venjulega erfiðisvinnu, eins og gerist til sveita, en sönghneigðin Élandaður kór barna og kennara, sem Friðrik stofnaði í Barnaskóla Hafnarfjarðar. Fiiðrik Bjarnason, tónskáld. var samt svo máttug, að hún náði að dafna við lítt örvandi skilýrði.“ Árið 1908 gerðist Friðrik kenn- ari við barnaskóla Hafnarfjarðar og kenndi hann fyrst framan af all- ar greinir, eltir Jjví sem atvikin höguðti til. Síðar varð söngkennsl- an aðalgrein hans. — Skólakór hans Jjótti ágætur alla tíð og setti svip sinn á skólalífið. Um skeið stýrði hann blönduðum kór í barnaskólanum. Sungu Jjá drengir sópran- og alt-raddir en kennarar tenór og bassa. — Friðrik hætti kennslu við barnaskólann árið 1945, eftir 37 ára heillaríkt starf. Hann kenndi einnig söng við Flensborgarskóla á árunum 1908- 1921. Þar stýrði liann einnig skóla- kór og lærðu ýmsir að syngja eftir nótum hjá honum. Á fyrstu kennaraárum sínum fór Friðrik olt gangandi til Reykja- víkur til Jjess að lilýða á söng- kennslu Brynjólfs Þorlákssonar og Siglúsar Einarssonar í barnaskóla Reykjavíkur og læra af reynslu þeirra, en Jieir Jjóttu liinir ágæt- ustu söngkennarar. — Ennfremur íór hann nokkrum sinnum utan til frekara náms í tónlist. Árið 1913 stundaði hann nám á Kennara- háskólanum i Kaupmannahöfn. Auk Jjess kynnti hann sér söng- kennslu í Noregi og SvíJjjóð. — í utanförum sínum kynntist liann ýmsum hinna fremstu söngfræð- inga og tónlistarkennara á Norður- löndum, sem greiddu götu hans á ýmsan hátt. — Friðrik eignaðist Jjar marga vini, sem hann á enn í dag. Auk umfangsmikilla kennslu- starfa stofnaði Friðrik nokkra kóra og Jjjálfaði Jjá. — Fyrst má telja karlakórinn „Þresti“ er hann stofn- aði 1912 og stjórnaði í 14 ár. — „Þrestir“ eru elzti starfandi karla- kór á landinu. — Kvennakór, „Erl- ur“, stolnaði hann 1918. Sá kór starfaði nokkur ár og söng olt opin- berlega. Nokkra aðra kóra stofnaði hann í Hafnarfirði, en Jjeir urðu skammlífir. Nokkuð hefur Friðrik sinnt rit- störfum, aðallega um tónlist og ættfræði, sem er annað lielzta hugð- arefni hans. Meðal annars stofnaði hann ásamt Sigfúsi Einarssyni tón- listartímaritið „Heimi“ hinn eldri, er hóf göngu sína árið 1923, og kom út í nokkur ár. Eftir fyrsta árið varð hann að láta af ritstjórn Jjess — vegna annríkis. Hann skrifaði margar ágætar greinar í það blað. Fyrir nokkrunt árurn birtust nokkrir minningajjættir eftir Frið- rik í tímaritinu „Akranes". Seinna voru Jjeir gefnir út í bókarformi. (Akranesútgáfan, 1957). Helzta starf Friðriks utan söng- kennslunnar var kirkjuorganleik- arastarfið. Við Garðakirkju starlaði hann frá Jjví í júlí 1914 frarn að jólaföstu Jjað ár, er Hafnarfjarðarkirkja var vígð og hann tók við organleikara- starfi Jjar. Árið 1916 gaf kvenfélag kirkjunnar nýtt 7 radda pípuorgel í kirkjuna og var Jjað fyrir tilstilli Friðriks. Pípuorgelið var nreð einu lrljómborði og fótspili, hið ágæt- asta hljóðfæri, sem ber vott um góða Jjekkingu og framsýni. Orgel ið smíðaði Zachariassen í Árósum og kostaði Jjað 3700 krónur. Þetta orgel er nú í Kirkjuvogskirkju í Höfnum suður og er enn í bezts lagi.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.