Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
11
Guðlaug Pétursdóttir:
li
Ur Ijóðasyrpu
Óþarft er að kynna frú Guðlaugu Pétursdóttur, konu
Friðriks Bjarnasonar tónskálds, fyrir Hafnfirðingum, en
þau hjón liafa uni nær iiáifrar aldar skeið verið búsett í
Hafnarfirði. Guðlaug fæddist að Grund í Skorradal 12.
nóv. 1879 og er því komin á nfræðisaldurinn. Árið 1913
gekk hún að eiga mann sinn Friðrik Bjarnason og hefur
hún verið manni sínum styrkur og traustur förunaut-
ur um langa og érilssama starfsævi. Guðlaug er kona
listfeng og kenndi m. a. teikningu og liandavinnu hér
fyrr á árurn x Flensborg og í barnaskólanum. Guðlaug er
vel hagmælt en hlédræg og vill ekkert um þennan hæfi-
leika sinn tala, segist dunda við að yrkja sér til gamans
°g reynt að hjálpa bónda sínum um texta við lög, þegar honum hefur verið
mikið niðri fyrir. Þekktasta kvæði Guðlaugar er „Þú hýri Hafnarfjörður," sem
hvert mannsbarn í Hafnarfirði þekkir. Ennfremur má minna á kvæðið „Hell-
isgerði" og efast enginn um að þar fylgi liugur máli, því að frú Guðlaug ann
blómum og hvers konar gróðri, og bar hinn fjölskrúðugi garður liennar að
Sunnuvegi 5 þess glögg merki. Guðlaug dvelur nú ásamt manni sínum, í
bezta yfirlæti, á elliheimilinu Sólvangi.
Hafnarfjörður.
Þú hýri Hafnarfjörður,
sem horfir móti sól,
þó hraun þín séu hrjóstrug:
cr livergi betra skjól.
Þinn fagri fjallahringur
með fönn á efstu brún
og hamraborffir háar,
á holti gróin tún.
Sér Icikur Iétti blærinn
við lága klettaströnd,
þar bærist fley á báru
og blika seglin þönd.
Er dvína dagsins glæður
og daprast geislafjöld.
Þín gæti, gamli fjörður,
hin góðu máttarvöld.
Hellisgerði.
Hér er bjartur blómaxeitur,
ber við himin, fagurleitur,
breiðir faðm mót sumarsói.
Skógarhöll mcð hvelfing bláa
hamraveggi mosagráa,
gróðri ungum gefur skjól. :,:
Gólf er þakið grænu flosi,
glóbjört rós með hýru brosi
býður góðum gcsti heim.
Allt er vafið gróðri glæstum,
gullregn ber af runnum hæstum.
:,: Ymur kliður út i geim. :,:
Heill þér, fagra Hellisgerði.
Hvert skal leita, svo að verði
fundinn staður fegri þér? —
Dafni ennþá viðir vænir,
vef ji hrauniö skógargrænir.
:,: Gulli betri gróður er. :,:
Einu sinni . . .
Einu sinni á árunum,
ég ætlaði að verða stór,
en tíminn leið, en tíminn leið
og: tækifærið fór.
Og: vonin um að verða stór
er vikin frá mér burt.
En hvar hún er eða hvert hún fór.
Það hef ég: ei til spurt.
Háleitur.
Eg- mætti áðan manni
mjög: svo háleitum,
hugöi að mundi hrökkva
liöfuð af stofninum.
Haust.
Nú er fallinn fyrsti snær,
fölnar sumar-blómi.
Ut við ströndu ymur sær
angurværum rómi.
Leng:jast skug:gar, lækkar sól,
laufin falla af greinum.
Fýkur senn í flestöll skjól,
fátt segir af einum.
Kvöld.
Nú lækkar sólin lofti á
og ljóma slær á fjöllin blá
en fuglar fljúga úr hreiðrum heim,
er húmið færist yfir geim.
Nú andar hægur aftanblær
og ómar dvína nær og fjær,
en blómin beygja höfuð hijótt
og hvísla aðeins góða nótt.
Gamli hrafninn.
Yfir eyðiholt og hæðir,
hrafninn flýgur lágt frá jörð.
Héla tekur hraun og börð.
Augum döprum oft hann lítur
allt um kring er snærinn hvítur,
enga lífsbjörg er að sjá,
allt vill gamla hrafninn hrjá.
Heim í kalda klettaskoru
krummi svangur leitar einn.
Hann er orðinn svifaseinn,
gamall fauskur, fiðri rúinn
fyrrum var hann belur búinn,
fljótur þá í förum var,
flughraður og veiðisnar.
Enginn sér þó út af velti
eða þó að deyi iir svelti
krummi einn í klettagjá.
Mánaskinið blæju breiðir,
blástjarnan frá auga greiðir,
skýið, sem að skyggði á.
söng, og „Lúðrasveit Haínartjarð-
ar“ kom og lék fyrir hann.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hélt
sérstakan aukafund og ákvað að
láta gera málverk af þeim hjónum.
Um eftirmiðdaginn voru haldnir
helgitónleikar í Hafnarfjarðar-
kirkju. Þar voru eingöngu flutt fög
eftir Friðrik. Kirkjan var Jrétt set-
in. 1 lok tónleikanna mælti pról.
séra Garðar Þorsteinsson, nokkur
þakkarorð til Friðriks og flutti
honum og konu hans árnaðaróskir.
í upphafi þessa spjalls var sagt
að Friðrik væri sérstæður persónu-
leiki. Já, liann er eftirminnilegur
við fyrstu sýn hvað þá nánari kynni.
Hann er lundfastur og hefur verið
trúr köllun sinni, þótt oft blési
óbyrlega; brautryðjendastarf er
alltaf erfitt. — Hann sagði eitt
sinn: „Við íslendingar eigum að
hlúa að því sem íslenzkt er. Hinir —
þ- e. útlendingar — sjá um sig og
sína menn. Ef við sjálfir leggjum
ekki neina rækt við tónlistarvið-
leitni okkar er naumast að vænta
þess að aðrir geri það.“ — Friðrik
hefur lagt fram merkan skerf til
íslenzkrar tónlistar og til ræktun-
ar henni. Fyrir nær hálfrar aldar
störf stendur íslenzka þjóðin í
mikilli jiakkarskuld við hann og
ekki sízt Hafnfirðingar, sent nutu
lengst og bezt starfsorku hans. Þess
vegna og vegna ræktarsemi Frið-
riks við Hafnfirðinga, senda þeir
hinum öldnu heiðurshjónum beztu
jóla- og nýárskveðjur.
Þessar gömlu kempur liafa verið lieiðraðar undanfarna sjómannadaga. Aftari röð t. f. v.: Isleifur Gísla-
son, Guðmundur Kniitsson, Eyþór Þórðarson, Guðmundur Þorbjörnsson. — Fremri röð t. f. v.: Einar
Ólafsson, Jón Eyleifsson, Stefán Bachmann, Ólafur Þórðarson og Halldór Teitsson.
Herdís Guðmundsdóttir tók myndina.
isjómeiiii l&eiðraðir