Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Page 13
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
13
Stefán Júlíusson:
• • ___
Sltáldið Orn Irnnrson
Fyrir rúmum tuttugu árum, eða nánar tiltekið veturinn 1939—40, kynnt-
ist ég skáldinu Emi Arnarsyni, eða Magnúsi Stefánssyni, mjög náið. Vinur
ckkar beggja leiddi okkur saman 1 þeim tilgangi, að ég skrifaði dálítið um
ævi skáldsins. Það varð úr, að þá um veturinn skrifaði ég alllanga ritgerð
um manninn og skáldið og bar undir hann jafnharðan. Kom jafnvel til tals,
að ég læsi tvo eða þrjá þætti um hann í útvarp næsta vetur. En þegar til
átti að taka, færðist Magnús æ meira undan því, að ég flytti um hann erindi
í útvarpinu. Hann var jafnan hlédrægur, eins og alkunnugt er, og þegar hér
var komið, var hcilsa hans orðin mjög tæp. Eg vildi ekki gera honum á móti
skapi, enda var ég satt að segja ekki of viss um árangurinn af starfi mínu.
Lá raunar í loftinu, að Magnús ætti skammt eftir ólifað, og skildist mér á
honum, þótt ekki væri það sagt, að brátt hefði ég frjálsar hendur. Vorið 1941
fór ég utan og dvaldi ytra meira en tvö ár. Magnús andaðist meðan ég var
erlendis og lá ritgerðin allan þennan tíma í salti hjá mér. Ilirti ég ekki um
að koma henni á framfæri fyrr en ég gerðist ritstjóri Skinfaxa í ársbyrjun
1945. Birti ég ritgerðina eöa ritgerðirnar, þvi þær eru eiginlega tvær, í næstu
þremur árgöngum tímaritsins.
Ritstjóri þessa bla'ð's hcfur bcðið um að fá að birta upphaf ritgerðarinnar
um ævi skáldsins hér í blaðinu. Hef ég orðið við þeim tilmælum, en vil þó
taka fram, að þetta brot er aðeins hugsað sem inngangur.
S. J.
Þegar ég vár að alast upp í
hrauninu vestan við Hafnarfjörð,
har það eigi allsjaldan við, að á
vegi mínum varð maður, sem
snemma dró að sér óskipta athygli
mína. Hann var í háttum sínum
°g atferli öllu harla ólíkur þeim
mönnum öðrum, sem leið áttu um
þessar slóðir. Ekkert líktist hann
því fólki, sem gekk út úr bænum
ser til hressingar og heilsubótar og
þótti það hæfileg tilbreytni að
ávarpa af náð með nokkrum orð-
nm lítinn drenghnokka, sem það
mætti, annað hvort að leik eða er-
indum. Ekki bar hann heldur
neinn keim af fólkinu, sem heima
atti í sveitahverfunum vestur með
sjónum og skrapp í bæinn brýnna
erinda. Hann skar sig alveg úr.
Það var allsendis ómögulegt að
ætla á, hvar eða hvenær voru líkur
iyrir því, að þessi maður væri á
gnngi. Hann gat allt að einu birzt
°kkur börnunum niðri í fjöru eins
°g langt uppi í hrauni. Við mátt-
um eiga von á Jjví, er við vorum að
sniglast í fjörunni, að hann kæmi
reikandi með sjónum, staldraði við
1 öðru hverju spori og skoðaði
skeljar og þörunga. Eins máttum
við eiga von á ])ví, er við vor-
l,m á könnunarferðum okkar um
kraunið, að hann sæti uppi á há-
tim kletti og horfði athugulum
‘tugum yfir umhverfið. — Og það
var sama hvort vetur var eða sum-
‘U', vor eða haust, alltaf mátti bú-
‘tst við að sjá hann á þessum göngu-
ierðum sínum. — Réttara væri
raunar að kalla það rannsóknar-
ietðir, svo mjiig var hann oft nið-
ursokkinn í athuganir sínar, íhug-
1,11 °g þungt hugsandi.
Það gat allt eins brugðið til
beggja vona, livort hann heilsaði
mér, er leiðir okkar lágu saman.
Stundum bauð hann mér glaðlega
góðan daginn, og var þá furðu létt-
ur í máli og léttur í spori. En svo
var það heldur ekki fátítt, að hann
virtist ekki sjá mig, þótt við mætt-
umst á mjóum veginum. Hann leit
ekki upp, — fótatakið var þungt
og hikandi. Það varð snemma eins
konar úrlausnarefni fyrir mig, er
ég sá hann tilsýndar og vissi, að
við mundum mætast, að geta mér
])ess til, hvort hann heilsaði mér
eða ekki. Og ég varð brátt býsna
leikinn í að ráða gátuna rétt, enda
var hún ekki ýkja torráðin.
Maður þessi var lítill vexti, lág-
ur og grannur, hægur og hljóðlát-
ur, og alveg sérstaklega yfirlætis-
laus í allri framgöngu. Hann var
þokkalega búinn alla jafna, oft
berhöfðaður og liafði tíðum hend-
ur í vösum. Liti hann á mann, var
augnaráðið rólegt og athugult.
Svipurinn bar vitni um gáfur og
glöggskyggni, og voru það rann-
sakandi augun og liátt ennið, sem
helzt kröfðust eftirtektar. — En
það sérkennilegasta við manninn
var þó ])að, hversu persóna hans
öll var innilukt og út af fyrir sig,
líkt og lokuð bók. Hann orkaði á
mann næstum leyndardómsfullt. Af
framgöngu hans og hegðan varð
ekkert ráðið um stöðu hans í þjóð-
félaginu, störf eða lífsafkomu.
Hann bar ekkert utan á sér eða
liafði nokkuð það við sig, sent gefa
mætti til kynna, livar skipa ætti
honum í hóp. Og þó, — þó var
eins og ])essi óviðjafnanlega ró ætti
eitthvað skylt við tign.
Sem að líkindum lætur spurðist
ég snemma fyrir um það, hver mað-
ur þessi væri. Svarið var, að hann
héti Magnús Stefánsson. Það var
þó ekki nafnið, sem beindi minni
barnslegu athygli af enn meiri
krafti en áður að manninum. Það
voru þær litlu upplýsingar, sem
fylgdu með svarinu. Hann var
skáld og birti kvæði sín undir
nafninu Örn Arnarson.
Mér var þá þannig farið, að mér
fundust þeir menn liöfði hærri en
aðrir, sem skáld voru. Ekkert hlut-
verk þótti mér meira og dýrðlegra
en þeirra. Það var því sízt að undra,
þótt ég athugaði Magnús af mik-
illi gaumgæfni, er ég rnætti honum
á gönguferðum hans. Hann var hið
eina skáld, er ég þá hafði séð. Mér
þótti það harla furðulegt, að liann
skyldi yrkja undir öðru nafni en
sínu eigin. Þá skildi ég ekki, að
])að var einmitt í hinu fyllsta sam-
ræmi við manninn, líf hans allt og
skoðanir hans á ljóðagerð sinni.
Þegar ég fór að fara sendiferðir
inn í bæinn, sá ég Magnús oft,
ýmist á götunni eða í verzluninni,
þar sem hann vann. Hann vann
þá aðallega verzlunarstörf, annað
hvort við afgreiðslu eða í skrif-
stolu. Og alltaf var sama liægðin í
fasi hans og framgöngu, sífellt
sama tignarkennda róin. Hann var
langt frá ])ví að vera skrafhreií-
inn við menn, og hann virtist
])ekkja fáa. í búðinni var hann
jafnhæglátur og endranær, og tal-
aði sem minnst hann mátti.
Og árin líða. Magnús heldur
áfram að vera athugunarefni minn-
ar barnslegu eftirtektar. Hann var
ávallt í hæfilegri fjarlægð til þess
að horfa varð á hann álengdar,
utan um liann var eins konar frið-
lýstur hringur, sem ekki varð yfir-
stiginn. Hann var sú bylgjan, sem
bar einna hæst í þeirri mannröst
og fólksstraumi, sem fram hjá
flæddi á uppvaxtarárum mínum.
Og þó var hann einstakur og sér-
stæður söngvari með niðurbælda
söngrödd í þeirri blöndu margvís-
legra manntegunda, sem myndaði
hinn ört vaxandi fiskibæ. — Nú
skil ég, að það var vitneskjan um
skáldgáfu hans, sem orkaði á þá
sérstaklega skýru mynd, sem af
honum varð í vitund minni.
Eftir ferminguna tók ég að vinna
á eyrinni inni í bænum. Þá var það
oft, að íélagar mínir fóru með
ýmsar hnyttnar stökur og skemmti-
lega kviðlinga. Þeir sögðu, að sum-
ir þeirra væru eftir Örn Arnarson.
Ég man, að þessir kviðlingar kváðu
oft við í eyrum mér niðri í togara-
lestum, uppi í salthúsum og kola-
bingjum um vökunætur að vetri
til, og einnig á fiskreitunum á sól-
björtum sumardögum. — Kviðling-
ar og stökur Arnar Arnarsonar
voru í miklum hávegum hjá félög-
um mínum.
Þegar ég tók að leiða talið að
höfundi kviðlinganna, þá varð lítt
af umræðum. Sumir vissu alls ekki,
að Örn Arnarson var Magnús Stef-
ánsson, sem þá sat við reikninga í
búð einni litlu sunnar í bænum.
Aðrir vissu að vísu, að Magnús
var skáldið, en þeir létu samt jafn-
an í ljós undrun um leið og um
það var rætt. Fyrir þeirra hug-
skotssjónum stóð Magniis áreiðan-
lega einhvers staðar utan við til-
veruna, lifði í öðrum heimi í allri
sinni hlédrægni og lítillæti. Þessir
íélagar mínir voru alls ókunnir
æviatriðum Magnúsar. Hann var
aðfluttur eins og þeir sjálfir, flest-
Hótel Hafnarfjörður. Magnús Stefánsson leigði þar súðarherbergi,
sjá glugga efst til vinstri.