Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 14
14
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
Námskeiö slysavarnafélagsins í „hjálp í viðlögum
Slysavarnafélag íslands eru öflug samtök allra landsmanna til varnar slysum á sjó og Iandi. í Hafnarfirði er starfandi virk og dugandi kvennadeild,
og oft hafa fulltrúar Slysavarnafélags íslands haldið námskeið í hjálp í viðlögum í Hafnarfirði. Myndin er frá einu slíku fjölmennu námskeiði,
sem haldið var í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. Fyrir niiðju er fulltrúi Slysavarnafélagsins, Jón Oddgeir Jónsson.
Ljósmyndastofa Guðhjartar Ásgeirssonar tók myndina.
1
í^áai' Hafnarfjarðar árið 1902
ir hverjir, og þeir létu sér það
lynda að taka hann eins og hann
var, í háttum sínum allfrábrugðinn
öðrum mönnum. En kvæðin hans
áttu þeir og skildu og mátu, þótt
skáldið gengi um á meðal þeirra,
án þess nokkur kynni á því veru-
leg skil, — Og svo var um flesta þá,
er ég umgekkst á uppvaxtarárum
mínum: Þeir kunnu margir eitt-
hvað af kvæðum Arnar Arnarson-
ar, en Magnús Stefánson var þeiin
ókunnur, og þeir reyndu ekki að
kynnast honum.
Ég kynntist Magnúsi Stefánssyni
persónulega veturinn 1939—40.
Hann var þá aðeins 55 ára gam-
all, en hjarta hans var þá orðið
svo veikt, að hann varð alltaf ann-
að veifið að dvelja i sjúkrahúsi, og
þegar hann var heima, átti hann
fullt í fangi með að ganga upp
stigann úr matsalnum á Hótel
Hafnarfjörður, þar sem hann bjó,
og upp í litla súðarberbergið sitt.
— Áður hafði hann gengið þvert
og endilangt Island.
Það var ekki örgrannt um, að ég
kviði lítilsháttar íyrir þessum per-
sónulegu kynnum mínum við skáld-
ið. Frá bernsku hafði hann staðið
mér fyrir hugarsjónum sem eins
konar ævintýrapersóna, og ég hafði
íengið mikla aðdáun á ljóðum
hans, þegar ég eltist. — Það er oft
sársauka blandið að kynnast náið
þeim mönnum, sem maður hefur
dáðst að úr fjarlægð. — En ég
komst brátt að raun um, að þessi
ótti var ástæðulaus. Magnús var
skáld, sem ekki tapaði á viðkynn-
ingu. — Að vísu hlaut hahn að telj-
ast einkennilegur maður á margan
hátt, enda merkir langt einlífi
flesta menn skýrum dráttum. —
Magnús kvæntist aldrei og fór jafn-
an mikið einförum. — En hann
hafði fengið í vöggugjöf slíkar gáf-
ur og glöggskyggni, og mikill lest-
ur ólíkustu bóka og viðburðarikt
líf á faraldsfæti höfðu fært honum
slíka reynslu og skilning á kjör-
um manna og ýmsum málefnum,
að lærdómur var að ræða við hann.
Ekki svo að skilja, að hann byggi
ræðu sinni fagurskreytt form eða
notaði orðgnótt og íburð í tali.
Ræða hans var jafnlátlaus og hóg-
vær og framkoma hans. En orðin
lágu honum svo létt á tungu, að
hann þurfti aldrei að seilast um
hurðarás til lokunnar til þess að
tjá sig. Allt yl'irlæti og óþarfa
skrautgirni var honum ógeðfelt og
óralangt frá skapgerð hans.
Og hugsun hans var hressilega
heilbrigð, og hugsunarhátturinn
laus við smámunalega sýtingssemi.
Frh. af bls 8.
Hann var organleikari í GarSakirkju.
Börnin: Salómon, Sigríður og Helga
Ragnheiður. Hún lærði nudd. Þessi
systkini tóku sér ættarnafnið Heiðar.
151. Kletíur. Þar er nú hús til-
heyrandi vélsmiðjunni: Vesturgata 24.
Þarna bjuggu aðeins barnlaus hjón,
Ólafur Jónsson og Helga Gestsdóttir.
Jón, sem þau ólu upp, var ekki fædd-
ur.
152. Árið 1902 kom til Hafnarfjarð-
ar Sveinn Sigfússon frá Norðfirði.
Hann byggði hér liús, og eftir honum
má segja að lieil húsaþyrping hafi
hlotið nafnið Svendborg, Jjótt sjálfur
væri hann liér aðeins stuttan tíma.
Hann var Jiá skilinn við fyrri konu
sína, en bjó með Sigríði Pétursdóttur,
systur Þorláksínu (72) og kvæntist
Jienni síðar. Þar var líka Jón S i gm a r
EHasson, er síðar rak verzlunina Þörf í
Reykjavík. Svo var Jjar þá stúlka til
snúninga. Sigurlína Helgadóttir, elzta
Ijarn Sigríðar og Helga í Helgahúsi
(70). Hún varð fyrri kona Sigurðar
Árnasonar kaupmanns.
Nú förum við út úr bænum og að —
153. Langeyri. Það var stöku sinn-
um nefnt Skóbót. En það má segja Jiví
nafni til málsbóta, að jiað mun að-
eins hafa verið afbökun eða stytting
úr eldra og virðulegra heiti: Skómak-
arahús. Að Langeyri voru komin ung
hjón, Eyjólfur Kristjánsson og Ing-
veldur Jónsdóttir. Þar var líka Salvör
Sigurðardóitir, móðir hennar. Þrjú
af börnunum voru fædd: Þórður, sent
liýr á Brúsastöðum — }xir sem foreldr-
ar hans bjuggu lengi síðar — kvæntur
Salóme Salómonsdóttur, Guðbjörg
Friðrika gift Helga Nikulássyni og Ing-
ólfur. Fædd síðar: Kristín, Kristján,
Sigurður, Theodóra, Hjálmar, Lilja,
Fanney, Ingólfur og Jóna.
154. Brúsastaðir. Þar bjuggu þá hjón-
in Oddur Jónsson og Sigríður Eiríks-
dóttir. Þau voru með börn sín Ásfrið
V i 1 li j á 1 m , sem drukknaði í Reykja-
víkurhöfn, Guðrún sem dó 19 og
Jón, sem kvæntist Egilsínu Jónsdótt-
ur. Hann drukknaði i Papeyjar-slys-
inu (sbr. 122) og var sagt að liann
hefði vitað |>að fyrir.
Hvorki var ]>á búið á Eyrarlirauni
eða Skerseyri, og lýkur J>ví þessuni
hugleiðingum hér með.
Þetta verk hefði aldrei séð dagsins
ljós, hefði móður minnar ekki notið
við. Einnig vil ég þakka öllum öðrum,
sem hafa veitt mér upplýsingar, nú
síðast Gísla Sigurðssyni um Wcld-
ingsættina.