Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Qupperneq 21

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Qupperneq 21
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 21 Guðlaugur Einarsson: Af gömlum blöðum Guðlaugur E. Einarsson er öllum Hafníirðingum að góðu kunnur. Hann er fæddur að Sauðholti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 25. sept. 1883. Hann fluttist til Hafnarfjarðar árið 1922, og hefur stundað alla algenga verka- mannavinnu hér í bæ síðan. Kvæntur er hann Kristínu Kristjánsdóttur. — Þessi sjötíu og sjö ára gamli heiðursmaður má muna tímana tvenna, og miklum stakkaskiptum hefur Hafnarfjarðarbær tekið í hans tíð. En líf Guðlaugs er sem hirðingjans, sem rekur hjörð sína einn. Hann er hljóður og lokuð bók, þegar innt er eftir því livað á daga hans hefur drifið. „Mitt líf liefur verið viðburðasnautt, og það hefur i raun og veru ekkert gerzt,“ endurtekur hann °g er næsta sagnafár, eins og starfsbræður hans yfirleitt. En þótt karl sé dul- ur urn sína liagi og fáskiptinn um annarra á hann sér veröld, sem honum hefur þótt gott að bregða sér í að loknu erfiðu dagsverki. Guðlaugur er nefni- lega fróðleiksmaður mikill. Hann hefur skráð fjölmargar þjóðsögur, safnað örnefnum og á heilmikla doðranta, orðasafn með skýringum á kjarngóðu og fjölbreyttu íslenzku rnáli, sem óðum er að falla í gleymsku og dá. Þetta dund- ar karl við á kvöldin. Hann hefur miðlað blöðum, orðabók og útvarpi af þekkingu sinni og kemur nafn hans því ekki sjaldan við sögu. í heimi sagna °g fróðleiks unir Guðlaugur sér vel, og verkamaðurinn hefur gefið sér tóm öl að hugsa, þroska með sér heilbrigða og skýra dómgreind og myndar sér sjálfstæðar skoðanir á mönnum og málefnum. — Eftirfarandi sögur og sam- tíning tókst ritstjóra að toga út úr Guðlaugi, en fyrirliafnarlaust var það ekki. Og bæta má því hér við, að þessi verkamaður, sem kominn er hátt á átt- ræðisaldur, skrifar svo fagra og skýra ritliönd, að margir hinna yngri gætu öfundað hann af. ^ögulegt kvonfang. Séra Oddur V. Gíslason prestur að Stað í Grindavík (1878-1894) hefur orðið nokkuð kunnur í sögu þessa lands. Hann er, meðal ann- ars, talinn fyrsti maður, sem ræðir slysavarnamál hér á landi og gefur út fyrsta slysavarnaritið, „Sæ- björgu“. Séra Oddur var formaður á skipi jafnt og hann var prestur í Grindavík og vissi því vel hverjar hættur fylgja sjómannsstarfinu. Hann hvatti því til aðgæzlu á sjón- um, rneðal annars livatti hann for- menn til að hafa „bárufleyg" í skipj sínu til þess að lægja með brim í brimveiðistöð, en báru- fleygur var lýsiskútur eða lýsis- belgur, sem hafa skyldi utanborðs opinn á brimsundi, og fleira var það, sem hann var á undan sínum fima með. Séra Oddur Vigfús Gíslason var fæddur í Reykjavík 8. apríl 1836. Foreldrar: Gísli, trésmiður í Rvík (f- 6. jan. 1798), Jónsson lirepp- stjóra á Breiðabólsstað í Vatnsdal, fllugasonar, og kona Gísla, Rósa (f- 2. okt. 1802) Grímsdóttir á Kotá í Eyjafirði Grímssonar. Stúdent frá Latínuskólanum verður Oddur 1858 og cand. í guð- fræði frá prestaskóla 1860, með heldur lakri einkunn í bæði skipt- bi. Á árunum 1860—1875 dvelur bann lengstum í Reykjavík og brauzt þá í ýmsu, „rannsakaði málma og jarðlög á sumrum en kenndi ensku á vetrurn. Sigldi bann oft til Englands, i'erðaðist 11 m Frakkland og Þýzkaland, dvaldi í Iíhöfn veturinn 1873-1874,“ Til prests er Oddur vigður 28. nóv. 1875 og þá veittur Lundur í Borg- arfirði, og er þar prestur þrjú ár; en fær Stað í Grindavík 1878 og er þar prestur til 1894. Þá sækir hann um lausn frá embætti og fer til Ameríku með konu og börn — þó ekki öll. — Þar gerist liann prestur íslenzkra safnaða og þjónar til 1903. Að lokum gerist hann far- andprestur „á eigin býti“, eins og segir í „íslenzkir guðfræðingar", sem hér er stuðzt við. Á garnals- aldri las hann læknisfræði og fékk skírteini sem meðlimur læknafé- lags Bandaríkjanna 1910. Oddur dó í Winnepeg 10. janúar 1911. Kona hans, Anna Vilhjálmsdóttir frá Kirkjuvogi í Höfnurn, var fædd 10. nóv. 1851, lifði mann sinn og dó í Ameríku 6. okt. 1927. Þau liöfðu eignazt þrettán börn. Gæfa sr. Odds, að kunnugra sögn, var kvonfang- hans. En það gerðist með nokkuð sérstökum hætti, eins og hér verður frá sagt el'tir munnlegri heimild Erlends Marteinssonar frá Merkinesi í Höfnurn, sem var fæddur 1864 og dó í Hafnarfirði 1935. Honum sagðist svo frá: „Séra Oddur V. Gíslason var bráðgáfaður maður og þar eítir skemmtilegur maður í allri um- gengni. Einnig lá honum allt í augurn uppi á veraldar vísu. Hann var hugvits- og hugsjónamaður, en ekki að sama skapi heppinn með áförm sín. Eitt af því, sem hann gerði tilraun með, líklega fyrstur manna hér á landi, var það, að gera þorsklifur að verðmætri vöru, bræða úr lienni lýsi. Sigldi hann til Englands í þeim erindum að læra lýsisbræðslu, en setti sig síðan niður suður í Höfnum, því þar var í þann tíð ein mesta verstöð við sunnanverðan Faxaflóa. (Þetta hefur verið á árunum 1860—1873. en þá er Oddur ekki búinn að taka prestsvígslu.) Um þessar mundir er mestur mektar- og virðingarmaður í Höfn- um Vilhjálmur Kristinn Hákon- arson í Kirkjuvogi. Þar settist Odd- ur að. Vilhjálmur átti dóttur þá, er Anna hét. Var hún forkunnar fríð og nryndarleg og þar eítir góð stúlka. Brátt felldu þau Oddur og Anna lrugi saman, var Anna þá enn kornung (f. 1851). Þar kom að þau bundust heitorði með sam- þykki loreldra Önnu. Nokkru síðar sigldi Oddur öðru sinni til frekari ráðagerða við Eng- lendinga. Hafði hann nú í hyggju að koma á lót postulínsvinnslu á Reykjanesi, og gat hann komið svo málum sínum við enska, að þeir lögðu fram ie nokkurt og var gerð tilraun með postulínsbræðslu. En hvað sem olli, fór tilraun jtessi út um þúfur og varð engum að not- um. En er svo var komið, tók Vil- hjálmur karl að snúast á rnóti ráðahag þeirra Odds og Önnu. Var hann þannig gerður, að hann kunni betur við að sjá arð af því, sem fé var lagt í og mat menn mjög eltir því, hvernig þeim gekk að afla fjár, eins og einkennt hefur ríkismenn fyrr og síðar. Þar við bættist og, að Oddur tók nú að dýrka Bakkus meira en góðu hófi gegndi. En tryggð Önnu var óbreytt eftir sem áður. Nú líður svo nokk- ur tími, að tvísýnt þótti, hvort þau Oddur og Anna fengju að njótast sökum ofríkis föður hennar. Þá er Jrað einn fagran haustdag í byrjun jólaföstu, að Vilhjálmur karl er suður á Reykjanesi að snuðra eftir dýrbít, en Gunnar bóndi Hall- dórsson einnig í Kirkjuvogi lá fyrir dýrum inni í Ósabotnum. En er rökkva tók, verður heimafólk í Kirkjuvogi þess vart að Anna er horfin, og sjást engin merki um burtför hennar önnur en þau, að hversdagsföt hennar finnast úti á kirkjulofti en spariföt horfin. Er Önnu nú leitað á næstu bæjum, en enginn hei’ur orðið hennar var. Þá er hennar leitað með sjónum og i útihúsum, ef vera kynni að hún hefði gripið til örþrifaráða, en sú leit bar engan árangur. Sent var í skyndi eftir Vilhjálmi, að segja honurn hvar komið var. Varð hann mjög æstur í skapi og grun- aði að hér væru brögð í tafli. Á vöku um kvöldið kemur Gunn- ar bóndi heirn, og er hann heyrir hvernig komið sé, segir hann, að ekki muni þurfa að óttast um Önnu, hún muni kornin inn í Njarðvíkur eða Voga með honum Oddi Gíslasyni. Segist hann hafa rnætt tveim mönnum á heiðinni, sem að vísu hafi verið búnir sem karlmenn, en þar muni Anna ]>ó verið hafa reyndar. Eru nú sendir þrír eða fjórir menn á eftir Jjeim Oddi, og vitan- lega áttu þeir að koma aftur með Önnu, nauðuga, ef ekki vildi bet- ur til. En er þeir korna inn í heiði, hitta Jreir mann með söðulhest. Þeir spyrja hann erinda, en hann segist vera að bíða eitir Oddi Gísla- syni, hann sé að sækja kvenmann suður í Hafnir og eigi hún að ríða hestinum. Sjá nú hvorirtveggja, að þeir eru gabbaðir, og snúa hvorir sína leið. En af Oddi og Önnu er það að segja, að Jrau halda rakleitt inn í Njarðvíkur til Björns bónda í Þórukoti. Flýtur þar í vörinni sexmannafar, almannað röskum drengjum. Er ekki að orðlengja Jjað, að undin eru upp segl og siglt til Reykjavíkur um nóttina. Oddur hafði svo ráð fyrir gert, að sendur væri niaður úr Njarðvík- um, Jregar í stað, suður í Hafnir til Jjess að segja foreldrum Önnu hvar komið var. Til fararinnar var valinn Björn nokkur Auðunsson, hávaða-maður og svakafenginn nokkuð. Hann kernur að Kirkjuvogi er búið var að loka dyrum, guðar á glugga, kallar inn og segir: „Þið þurfið ekki að óttast um hana Önnu. Hún er kominn til Reykjavíkur með honum Oddi Gíslasyni." Vilhjálm- ur bóndi, sem genginn var tií rekkju, en var í mjög æstu skapi af atburðum dagsins, tók fregn- inni svo, að hann Jrreif til byssu sinnar og gerði sig líklegan til að skjóta út um gluggann á sendi- mann. Hin góða og hægláta kon? hans, Þórunn Brynjólfsdóttir preslí í Útskálum, iékk þó afstýrt þessií tiltæki manns síns. En Vilhjálmur lagðist i rúm sitl og lá siðan lengi vetrar og varð i rauninni aldrei samur maður upp í'rá Jrví, svo stórt var skap hans Hann dó 20. sept. 1871. Þess ska! Jró getið, að Oddur sættist fullun!

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.