Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 28

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 28
28 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR f Ragnheiður Jónsdóttir: Teflt við Ægi SMÁSAGA Gréta á Strönd var andvaka. Hún var búin að reyna öll hugsan- leg ráð til þess að sofna, en ekkert dugði. Hún hafði signt sig og lesið allar bænirnar sínar í réttri röð, alveg eins og hún gerði, þegar hún var lítil. Þá hafði henni fund- izt bænirnar vera eins og festi, sem hún las sig eftir að heiman, alla leið til kirkjunnar og inn að altari. En þar tóku við henni litlir, fallegir englar, sem flugu með hana inn í svefninn. Nú var festin löngu slitnuð, og hún fann ekki lengur englana sína, enda var hún orðin seytján ára og oft búin að brosa að þessum bafnaskap. I kvöld hefði hún þó fegin viljað hnýta festina saman og berast eins og barn inn í svefn- inn. Hún reyndi lika að telja, hægt og rólega, upp að hundrað. En það var aldrei nema hálfur hugurinn, sem undi við það, Hinn helming- urinn þaut með ha'na upp á kletta- syllu við sjóinn, þar sem hún hafði setið með Kára um kvöldið. Að Kára skyldi geta dottið í hug að biðja hana um að koma þetta með sér, en merkilegra var samt, að hún skyldi þora að fara. Það tíðkaðist alls ekki þar um slóðir, að piltar og stúlkur væru saman, nema þá mörg í hóp. Oft hafði hún brotið heilann um það, hvern- ig hægt væri að trúlofa sig, eins og unga fólksins var vandlega gætt. Líklega urðu strákarnir að skrifa biðilsbréf. Hún hafði meira að segja fengið tvö. Það var þó hlægi- iegt. Eiginlega var þetta reglulegt hreystiverk af þeim að fara ein niður að sjó. Kári var líka eins hugaður og hann var fallegur. Aldrei hefði henni getað dottið í hug að fara með neinum öðrum. En mikið var gaman að læðast þetta í rökkrinu. Hún átti svo bágt með að fóta sig í sleipu þanginu á klettunum, svo að Kári varð hvað eftir annað að styðja hana. Það var auðvitað leiðinlegt að vera svona klauíaleg. 'En yndislegt var að láta Kára hjálpa sér. Elann var svo stór og sterkur og að öllu leyti eins og karlmenn áttu að vera. Hvað það var unaðslegt að stija hjá honum uppi á stóra klettinum. Þá var líka komið tunglsljós, alveg hæfilega bjart til þess að klettarn- ir tóku á sig alls konar kynjamynd- ir, sem vörpuðu stórum skuggum niður í dularfullt djúpið. Nú vildi hún sofa og hætta að hugsa um þetta. Elún kreisti aftur augun og reyndi að sjá fyrir sér kindahóp með eintómum hvítum kindum. Það hafði hún heyrt að væri ágætt ráð við svefnleysi. En hún sá ekki annað en brúnan vanga og hrafnsvart hár, alveg eins og hana hafði alltaf dreymt um frá því hún var pínulítil. En hún hafði hugsað sér hærra en að verða sjómannskona hérna í þessu leið- inlega plássi, þar sem allir urðu gamlir fyrir aldur fram. Og kerl- ingarnar dragandi á eftir sér heil- an hóp af skítugum og æpandi krökkum. Nei. — Hún ætlaði sér allt ann- að. Hún ætlaði að fara að heiman og mennta sig og eignast fín föt og fínan mann. Þetta sagði liún Kára allt saman. Ekki reyndar um manninn. Það gat hún ekki. Kári leit á hana stór- um, sorgmæddum augum og sagði iágt: — Ég sem hélt, að þér þætti svo vænt um mig, að þú gætir ekki far- ið frá mér. Þá gat hún ekki annað en farið að gráta og sagt, að víst þætti henni mikið vænt um hann. Þá birti yfir svip hans aftur og hann sagði: — Jæja, þá er allt gott. Við eign- umst einhvern tíma lítið og fallegt hús. Og þá tekur þú alltaf á móti mér, þegar ég kem heim af sjónum. En þá sá hún fyrir sér allar út- slitnu sjómannskonurnar og skít- ugu krakkana og sagði dauðhrædd: — Nei, nei. Ég vil ekki verða fá- tæk sjómannskona. Ég get það ekki. Af hverju vilt |rú ekki fara að heiman, eins og margir ungir menn gera, og leita þér atvinnu annars staðar, þar sem betra er að komast af? Þá stóð Kári á fætur og sagði hægt, en einbeittur: — Ég hef lofað móður minni að fara ekki að heiman. Hún á ekk- ert eftir nema mig. Ég vil ekki heldur fara. Ég elska þennan stað. Ég elska baráttuna við hafið í blíðu og stríðu. Hér er ég frjáls maður. Þegar ég sit við stýrið á gamla, trausta skipinu mínu, vil ég ekki skipta kjörum við neinn. Þú hlýtur að una hérna hjá mér, fyrst þér þykir rnikið vænt um mig. Svo vildi hann fá að kyssa liana og sagði, að þau skyldu ekki tala meira um framtíðina núna. Þá varð hún aftur hrædd og þorði ekki með nokkru móti að kyssa hann, þó að liana dauðlangaði til þess. En hún vildi ekki binda sig. Það var ekkert gaman á leiðinni heim. Og nú gat liún ekki sofnað, hvernig sem hún bylti sér í rúm- inu. Hún gat ekki hætt að hugsa um Kára. Hann var svo fallegur, sterkur og karlmannlegur. En lík- lega elskaði hún liann ekki. Þá hefði hún ekki getað hugsað til að yfirgefa hann. En gat hún yfirgef- ið hann? Æ, hún vissi það ekki. Ef hún færi í burtu, og hann drukknaði, á meðan hún væri að Jieiman. Það væri hræðilegt. Hún gat ekki misst hann, og liún gat ekki heldur orðið fátæk sjómanns- kona. Hvað átti liún að gera? Hún byrjaði aftur að lesa bæn- irnar sínar og loksins hurfu álryggj- urnar og fallegar myndir komu í þeirra stað. Hún sá klettinn í töfragliti tunglsljóssins. Það var reyndar ekki lengur kletturinn, heldur hvít marmarahöll. Og liún og Kári leiddust upp tröppurnar, sem aldrei tóku enda. Nú voru þau komin út í skip. Kári stóð við stýrið, en menn hans reru. Þeir voru allir í litklæðum, en Kári þó bezt búinn. Skipið stækk- aði og brunaði undir fullum segl- um eittlivað langt, langt í burtu, þangað sem alltaf var sól og sumar. Gréta svaf ekki lengi. Hún vakn- aði eldsnemma við það, að þungt var stigið til jarðar fyrir utan gluggann ltjá lienni. Hún hljóp fram úr rúminu og blés á hélaða rúðuna og Jiorfði út. Þetta voru ^ sjómennirnir á leið til sjávar. Þeir gengu fylktu liði, eins og liermenn til orustu. Þarna kom Kári með sína menn. Þeir voru níu saman, allt vasklegir ungir menn, og gekk Kári fremst- ur. Þeir voru allir í skinnklæðum með sjóhatta á liöfði og báru Jreitta lóðarlaupa á bakinu. Kári bar liöf- uðið liátt, og nú leit liann snögg- lega upp í gluggann hennar. Hún flýtti sér að líta undan. Hann mátti þó ekki sjá, að liún væri að liorfa á eftir lionum. En nú greip liana allt í einu áköf löngun til þess að fara snemrna á fætur og koma út í góða veðrið. Hún klæddi sig í snatri og lædd- ist út. Veður var sannarlega gott, logn og lítið lrost. Nýfallinn sjórinn lá eins og driflivít voð yfir öllu. Gréta hljóp niður fyrir sjógarð- inn og horfði á sjómennina hrinda skipunum á flot. Surnir voru komn- ir nokkuð frá landi, en aðrir voru að setja fram skip sín. Þeir eggj- uðu hver annan og kölluðu: — Svona, áfram, samtaka, herð- ið ykkur, — og út komust skipin. Þarna var Kári með þeim fyrstu. Nú tóku allir ofan og lutu höfði. Gréta vissi, að þeir lásu bæn. Sá siður var jafngamall útræðinu þarna. Það hvessti dálítið og í sömu svipan voru dregin upp segl á skipi Kára og svo á liverju af öðru. Og nú kvað við hressilegur söngur sjó- mannanna um leið og þeir liéldu út á fiskimiðin. Gréta stóð á ströndinni og horfði lmgfangin á eftir skipunum, þar ? til þau urðu eins og örlitlir depl- ar og liurfu loks alveg sjónum. Þá flýtti hún sér lieim og fór aftur upp í rúmið sitt og steinsofnaði undir eins. Gréta svaf langt fram á dag og vaknaði ekki fyrr en mamma ltenn- ar var búin að gera margar atrenn- ur að Jjví að vekja liana.' — Elver ósköpin eru þetta, barn, sagði hún, þegar lienni loksins tókst Jtað. — Klukkan er orðin langt gengin ellefu. Heldurðu ekki, að þú farir að verða útsofin, síðan klukkan tíu í gærkvöldi? — Æ, láttu mig vera, urnlaði Gréta. — Ég er svo syfjuð enn þá. Ja, lrvað lieyri ég, sagði móðir hennar. — Syfjuð enn þá. Ekki veit ég, lrvað lrann faðir nrinn sálugi lrefði sagt urn svona lráttalag. En

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.