Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 32

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 32
32 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Selma Lagerlöf: Jesú í Nasaret Þegar Jesús var fimm ára gamall, sat hann eitt sinn á þrepi framan við vinnustofu föður síns. Hann var þar að búa til fugla úr leir, sem hann hafði fengið hjá leirkerasmiðnum hinum megin við götuna. Hann var himinglaður. Það var allra mál, að leirkera- smiðurinn væri svo nízkur, að hann gæfi aldrei eyrisvirði, hve vel sem að honum væri farið. En nú hafði hann gefið honum þennan leir óbeðið. Jesús vissi ekki hvernig það hafði atvikazt. Hann hafði staðið á þrepinu og horft löngunaraugum á leirinn, sem margir fallegir hlutir voru búnir til úr. Og þá hafði leirkera- smiðurinn komið út og gefið hon- um svo mikið af leir, að vel hefði mátt smíða úr honum stóreflis ámu. Júdas sat á þrepi skammt frá. Hann var rauðhærður og blár og þrútinn í andliti. Fötin hans voru öll rifin eftir áflog við götudreng- ina. 1 þetta skipti var hann hægur og kyrrlátur. Hann var að hnoða leir eins og Jesús. En leirsins hafði hann ekki getað aflað sér sjálfur. Jesús hafði gefið honum hann. En sjálfur var hann svo illa kynntur hjá leirkera- smiðnum fyrir óknytti, að hann þorði aldrei að koma inn til hans. Drengirnir röðuðu fuglunum framan við sig jafnóðum og þeir bjuggu þá til. Þeir litu út eins og aðrir leirfuglar, höfðu enga fætur, en stóðu á leirstyttum. Hálslausir voru þeir og því nær vængjalausir. En í einu voru smíðisgripir leik- bræðranna ólíkir. Fuglar Júdasar voru kiunnalegir og ólögulegir og gátu varla staðið, en fuglar Jesú voru snotrir og svipfagrir. Júdas g;iut augunum við og við til Jesú, til að sjá hvernig hann færi að fá sína fugla svona fallega. En hvernig sem hann reyndi að laga sína fugla, voru þeir alltaf ólundar- legir. Eftir því, sem fuglunum fjölgaði hjá Jesú, því glaðari og ánægðari varð liann. Hann virti íuglana fyr- ir sér með aðdáun og kærleika. Honum sýndist þeir hver öðrum fegri. Þeta áttu að vera leikfélagar hans, litlu systkinin hans. Þau áttu að blunda í hvílu hans, skemmta honum með kvæðasöng, þegar mamma hans gat ekki sinnt hon- um. Honum hafði ekki komið til hugar, að hann yrði nokkurn tíma svona ríkur, og ekki óttaðist hann að hann yrði hér eftir einmana og yfirgefinn. Vatnskarlinn þrekvaxni fór fram hjá. Hann var boginn í herðum og þreytulegur. Rétt á eftir honum kom ávaxtasali. Hann reiddi stór- ar körfur undir sér á asnanum sín- um og ók sér öllum. Báðir námu staðar hjá Jesú. Vatnskarlinn strauk hendinni um ljósu lokkana á höfði Jesú og spurði hann um fuglana hans. Jesús sagði honum hvað þeir hétu, að þeir gætu sungið og væru komnir til sín frá ókunnum lönd- um. Þeir færðu sér fregnir, sem enginn nema hann og þeir vissu. Vatnskarlinn og ávaxtasalinn gleymdu sér alveg; þeir hlýddu hug- fangnir á Jesú og undruðust mjög orð hans. Um leið og þeir lögðu af stað, benti Jesús þeim á Júdas og mælti: — Lítið á hve fallega fugla Júd- as býr til. Ávaxtasalinn fór til Júdasar og spurði hann góðlátlega, hvað fugl- arnir lians hétu og hvort þeir gætu sungið. Júdas vissi ekkert um það. Hann gegndi ávaxtasalanum engu orði og leit ekki upp frá iðju sinni. Ávaxtasalanum sárnaði Jjetta svo að honum rann í skap, og hann spyrnti fæti við fuglunum þegar hann fór. Degi tók að halla. Sólin gekk senn til viðar. Glitrandi geislum sínum kastaði hún inn um borgar- hliðin og vafði allt, er hún snart, rósrauðum geislahjúp, við trésmiðs- ins, ker leirkerasmiðsins og skýluria, sem María hafði á höfði sér, jafnt sem annað. En langíegurst var Jjó sólskinið í vatnspollunum, sem myndazt liöfðu í lautunum á hellunum, sem þöktu götuna. Jesús drap hendinni niður í einn pollinn og tók að mála luglana sína úr glitrandi sólskininu. Þá þóknaðist sólskininu að láta höndla sig eins og lit úr málkönnu, og þeg- ar Jesús strauk með Jjví um leir- fuglana, íestist Jjað við þá, svo að Jjeir glitruðu eins og legurstu gim- steinar. Júdas gaut þá augunum til Jesú, til að sjá hvort hann byggi til fallegri fugla en hann. Hann hljóðaði upp yfir sig, er hann sá að Jesús málaði fuglana sína úr götupollunum. Júdas dýfði hendinni ofan í einn pollinn og ætlaði að gera hið sama, en sólskinið lét hann ekki höndla sig. Það leið á milli fingranna á honum, en hvernig sem hann reyndi að halda Jjví, tókst honum Jjað ekki. Hann gat því ekki vitund málað sína fugla. — Vesalings Júdas, mælti Jesús. Ég skal koma og mála fuglana Jjína. — Óneil svaraði Júdas. Þú mátt ekki snerta Jjá. Þeir eru nógu falleg- ir eins og þeir eru. Hann stóð upp þungbúinn á svip- inn og klemmdi saman varirnar og tróð alla leirfuglana undir fót- um sér. Að því loku kom hann til Jesú. Hann var Jjá í óðaönn að prýða sína fugla. Júdas virti þá stundarkorn fyrir sér, svo steig hann ofan á einn þeirra og tróð hann allan í sundur. — Júdas! mælti Jesús. Hvað ertu að gera, drengur? Veiztu ekki að fuglarnir eru lifandi og geta sung- ið? Júdas glotti og steig ofan á ann- an íugi. Jesús leit í kringum sig, til að vita hvort hann sæi engan, sem gæti hjálpað sér. Júdas var tröll að vexti og Jesús sá að hann hafði ekki afl á við hann. Ekki sá Jesús mömmu sína, svo að áður en hún gæti komið, lilaut Júdas að vera búinn að eyðileggja alla fuglana. Tárin komu fram í augun á Jesú. Júdas var búin að eyðileggja fjóra fugla. Og nú voru aðeins Jjrír eftir óskemmdir. Jesús sárnaði að sjá litlu sak- 'lausu fuglana sína svona grátt leikna, án þess að þeir gætu forð- að sér. Þá klappaði Jesús saman lófun- um og mælti: — Fljúgið Jjiðl Fljúgið Jjið! Þá hreyfðust allt í einu vængirn- ir á fuglunum, og Jjeir lyftu sér upp á þakið á húsinu, og Jjá var Jjeirn borgið. En þegar Júdas sá að fuglarnir létu að orðum Jesú og flugu, grét hann. Hann reif hár sitt og fleygði sér til fóta Jesú og kyssti fætur hans og mælti: — Gakktu ofan á mig eins og ég gekk ofan á fuglana Jjína. Hann engdist sundur og saman, Jjví að Júdas elskaði og hataði Jesú samtímis. María hafði horft á leik barn- anna. Hún kom nú til drengjanna og reisti Júdas á íætur og huggaði hann. — Vesalings barn, mælti hún. Þú veizt ekki að Jjað, sem Jjú ætlaðir að gera, megnar enginn mannlegur máttur. Gættu þín og gerðu aldrei Jjvílíkt framar, ella verður Jjú allra manna óhamingjusamastur. — Eða hvernig haldið þið að þeim manni farnist, sem ætlar að keppa við Jjann, sem málar með sólskininu og gefur leirnum líf?

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.