Muninn - 01.12.1966, Qupperneq 3
B L A Ð
M
m u n i n n
ENNTASKÓLANS Á AKUREYRI
2. tbl. . 39. árg. . A. D. MCMLXVI
Sjá, ennj)á rís stjarnan, sem brennur björtust og mildust
á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands.
Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust
og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns.
Og innan skamms byrjar kappát í koti og höllu
og klukknahringing og messur og bænagjörð.
Það er kannski heimskast og andstyggilegast af öllu,
sem upp var fundið á þessari voluðu jörð.
Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið tinni
í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann:
Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni,
og kauptu svo sóknarprcstinn og éttu hann.
[Steinn Steinarr: JÓL.)
Senn líður að jólum. Grámóskan er horfin af andliti náungans, þar sem
hann gengur til bankans til að útvega sér víxil, svo ekki verði hann eftir-
bátur „mannsins í næsta húsi“, hvað gjafir og veizluhöld áhrærir. Gylli-
vörur blasa við augum í gluggum verzlananna, og fávís almúginn lætur
glepjast og opnar buddu sína kaupmanninum til arðs. Nemendur strjúka
mörlausan maga sinn, hugsandi til væntanlegra kræsinga. Kennarar strjúka
sín gráu hár og gerast skemmtilegri með hverjum deginum, sem nær dregur
þessari stórfenglegu afmælishátíð. Börnin hugsa vel til Jesú Krists, Maríu
meyjar og gamla mannsins með skeggið, því að án þeirra tilverknaðar væru
jólin og sú gjafa- og veizluhaldabrjálsemi, sem þeim fylgir, ekki fyrir hendi.
í ofanskráðu kvæði eftir hið mikla skáld, Stein Steinarr, deilir hann á
þá vitfirringu, sem tröllríður þjóðfélaginu, þegar líður að jólum. Gjafmildi
og höfðingsskapur grípa íslendinginn heljartökum. Hann eyðir stórfé í mat,
gjafir og áfengi, því að eins og sönnum íslendingi sæmir, drekkur hann við
öll tækifæri, og fæðing frelsara vors er síður en svo dónalegur atburður til
að drekka upp á. Kona hans veitir honum, af, að því er virðist, stakri um-
liyggju fyrir hans andlegu velferð, leyfi til að dýfa sinni sálartungu í spír-
MUNINN 39