Muninn - 01.12.1966, Page 6
*
SMASAGNAKEPPNI MUNINS
Lokið er smásagnakeppni Munins. Alls bár-
ust tíu sögur, og telst það mjög góð þátttaka.
Hins vegar voru flestar sögurnar hvergi nærri
nógu vel unnar. Dómnefnd, skipuð þeirn Hall-
dóri Blöndal, íslenzkukennara, Héðni Jónssyni,
frönskukennara, og Gunnari Skarphéðinssyni,
nemanda í V. m. b., komst að þeirri niðurstöðu,
að einungis ein saga væri verðlauna virði, saga
Grettis Engilbertssonar, „Spámaður almættis-
ins“. Óskum við honum til hamingju. Er sagan
birt hér í blaðinu, ásamt þremur öðrum, sem
bárust í keppnina. í ráði er að halda aðra keppni
síðla vetrar, og vonum við, að skriffinnar vinni
sögur sínar betur, þar sem margar sögur bentu
til efnilegra höfunda.
GRETTIR ENGILBERTSSON:
Spámaður almættisins
„Vaknaðu, helvítis niðursetningurinn þinn
oe skríddu fram úr lúsabælinu. Það er kom-
inn dagur fyrir löngu. Heldur þú, að þú
getir unnið fyrir mat þínum með því að
sofa allan daginn?"
Húsbóndinn stóð við fletið og hristi
vesælt þý sitt ómjúkum höndum. Þegar
hann sá lífsmark með honum, sparkaði
hann í rekkjustokkinn að skilnaði og gekk
burt.
Siggi niðursetningur reis upp, klæddi
sig í garmana, sem náð mannanna hafði
gefið honum utan á sig, og gekk út til þess
að sinna skyldum þessa heims. Hann signdi
sig á bæjarhlaðinu að kristinna manna hætti
og datt ekki í hug að ásaka máttarvöldin
fyrir eymd sína. Síðan gáði hann til veðurs,
tók sólarhæðina og gerði ýmsar aðrar at-
huganir á ástandi sköpunarverksins, eins og
til að fullvissa sig um óbreytanleik þess.
Eftir þessa stuttu og hógværu guðsþjón-
ustu hélt hann út í nátthagann, þar sem
ærnar biðu þess að verða nytjaðar til þarfa
mannfólkinu. Hann stuggaði þeim heim í
kvíarnar og lagðist á sinn vanastað á kvía-
vegginn.
Stúlkurnar komu út til þess að mjólka
ærnar. Þær vingsuðu dollunum í kring um
sig, mösuðu og hlógu, eins og þær áttu
vanda til.
„Þarna situr niðursetnings-ómaginn! —
Hvað skyldi hann nú vera að hugsa? Nú
skulum við kankast svolítið á við piltinn.“
„Það er ég viss um, að hann er að hugsa
um að biðja mín,“ sagði ein þeina hlæjandi.
„Nei, mig vill hann fá,“ sagði önnur.
„Haldið þið virkilega, að hann líti við
drósum eins og okkur, svona myndarlegur
og vel klæddur höfðingjasonur? Honum
dugir ekkert minna en sýslumannsdóttirin,“
sagði sú þriðja hlæjandi.
En niðursetningar kunna sjaldnast að
meta fyndni þeirra, sem æðri eru. Og hvern-
ig, sem á því stóð, þá fyrtist hann venju
fremur við þessa áreitni þeirra, þótt hann
42 MUNINN