Muninn

Årgang

Muninn - 01.12.1966, Side 19

Muninn - 01.12.1966, Side 19
Til samferðamanna Eftir langa göngu komum við þangað. Það er svo gott að koma á gamlan áning- arstað. Gluggar húsanna ljóma á móti okk- ur. Dyrnar hlæja opnar. Þökin verða rauð- ari og veggirnir hvítari en áður. Bekkirnir við torgið kalla á okkur, og þreytan hverf- ur eins og vatnið í göturennunum. Blaða- krakkarnir leyfa okkur að líta í blöðin sín, á meðan þau sitja hjá okkur á bekk við torgið. Og þau skvaldra, á meðan við les- um skrýtlurnar og skoðum myndirnar. — Heyrðu, manni. Hvað heitirðu? — Hvaðan kemurðu? — Hvert eru að fara? — Veiztu, að á morgun fer ég út í sveit til afa? En við gleymum að svara. Það er svo gott að koma á gamlan áningarstað. Seinna stöndum við upp og leggjum af stað. Við öxlum byrðarnar. Nú finnum við aftur, hvernig skórinn særir hælinn. — Kannski er sólinn líka orðinn svo þunnur, að við finnum, hvernig gangstéttarnar naga okkur neðan í ilina. En við leggjum samt af stað. Stundum göngum við lengi, áður en við hvílum okkur. Stundum aðeins stutt- an spöl. Pokinn sígur í. Stundum er heitt, og þá sezt ryk í svitann á enninu. Við þreytuna hættum við að kasta kveðju á vegfarendur, en störum fram fyrir okkur og niður á gangstéttina. Og stundum er engin gang- stétt. Þá er svo gott að koma á gamlan án- ingarstað. Kjarrið við brautarkantinn opnar okk- ur hlið að lindinni. Þúfurnar bjóða til sæt- is. Berin spretta fram á lynginu og teygja sig til okkar. Og stráin kitla hálsinn, á með- an lindin svalar þorstanum. Á eftir teygj- um við úr okkur og horfurn upp í himin- inn. Horfum á skýin taka á sig furðulegar kynjamyndir. Hlustum á lindina niða. Hlustum á fótatakið á veginum líða hjá. Þá verðum við að standa upp og elta. Við verðum kannski of sein annars. Þó Hggur ekkert á. Kjarrið opnar okkur hlið út á veginn, og við göngum af stað. Stundum fáum við sam- fylgd, en alltaf endum við ein á ferð. Ef rignir, þá verða fæturnir þungir á veginum. Hár okkar klessist fram á ennið, og hend- urnar blána af vætunni. Þá er okkur boðið inn í húsið við veginn. Við erum leidd til stofu, og um stund finnst okkur, að við eigum einhvers staðar heima. Á eftir býr svefninn okkur vöggu í vina- höndum. Þá er svo gott að koma á gamlan áningarstað. En við leggjum aftur af stað. Stundum hvílum við okkur á torginu. Við sitjum á sama bekknum og fyrr, og skvaldur barnanna fýkur um eyrun. Ekki sömu barnanna, því að þau eru komin upp í sveit til afa. Við hvílum okkur víða. Stundum stað- næmumst við við lindina og stundum í hús- inu við veginn. Hjá afa. Og þá er svo gott að koma á gamlan áningarstað. En við leggjum alltaf aftur af stað. gn. STEFJAHRUN Þegar vetur foldu flýr, feigðar styttist kvöld, vingjarnt aftur vorið snýr vermir hjörtu köld. j. Bl. MUNINN 55

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.