Muninn

Volume

Muninn - 01.12.1966, Page 41

Muninn - 01.12.1966, Page 41
Lausavísnaþáttur Einn áhyggjufullur nemandi kveður, hugs- andi til fyrsta tölublaðs Gambra og tillags þess til hleðslu vorrar andlegu skútu: Gambrakút var velt á völl virtist lútur þunnur. Byltist skúta Braga höll buoa wrútartunnur. o o Kvensamur maður lýsir afstöðu sinni til ungmeyja nútíðarinnar með litlu dæmi af eigin reynslu: Ástarbrími í mér grær, í unaðsvímu líð ég. Andar hljóður austanblær, eftir fljóði bíð ég. Þegar birtist meyjan mær, mér var stirt í snakki. Hún er bleik frá haus í tær, hulin rneiki og lakki. Þættinum barst vísa nokkur, sem höfund- ur kvaðst hafa ort undir þeim kringumstæð- um, sem vísan lýsir: Dreymir hali, hrjóta fljóð, hylur andlit værðargríma. Einn ég vaki og yrki ljóð iijá Aðalsteini í sögutíma. Maður einn kvaðst hafa átt leið hjá Heimavistinni fyrir stuttu. Heyrði hann þá vísu þessa sungna við raust í einu herberg- inu: Hönd mín er til svifa sein, sálin duft og aska. Fyrir því er orsök ein: Engin viskíflaska. Misjafna dórna lilaut Gambri, og voru menn ekki á eitt sáttir um bókmenntalegt gildi hans. Vegna umrnæla þeirra, er hér að framan eru fram sett í bundnu rnáli, þykir hlýða, að gefa Jreim Gambra-mönn- um örlítið hrós í eyra: Glæðast tekur gaman manns, Jdví Gambra-kerið lekur. Fagurt hljómar söngur Svans, er C-ið háa tekur. Ölkær hagyrðingur fagnar komu Sana- bjórsins og telur, að það muni reka á brott „öll þau mein, er manninn hrjá“: Okkur kvöl mun aldrei þjá eður bölið timburmanna. Er gæða-ölið gefst að sjá í gluggasölum verzlananna. Draugur heyrðist kveða í draugahúsi því, er útbúið var fyrir skólahátíðina: Kvölda tekur, sést ég senn syngja dátt með sprundum. Eg hef verið og er enn útúrdrukkinn stundum. Seinna sama kvöld buldi í annað sinn rödd umrædds draugs, og virtist heldur af honum dregið: Auglit dvínar, ásýnd föl, orsök víni gef ég. muninn 77

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.