Muninn - 01.04.1976, Blaðsíða 49
haldinn í byrjun maí,
skoraði nær einróma á skóla-
stjórn að Voma á frjálsum
mætingum og var tillaga
i-ess efnis samþykkt af
skólastjórn. En mennta-
málaráðuneytið beitti neiir-
unarvaldi gegn tillögunni
og núverandi fyrirkomulag
var síðan samþykkt á fundi
skólast jórnar í siimar.
Er við metum núverandi
tímasóknarreglur, kosti
þeirra og galla, er megin-
spurningin þessi: Er rétt-
látt að gefa einkunn fyrir
mætingar? Ég tel það ekki
vera. Ef sú kenning stenst
að einkunnir í einstökum
greinum séu í réttu hlut-
falli við mætingu, þá er
mætingareinkunn í rauninni
innifalin í öilum hinum
einkunnunum . Se hitt
réttara, sem ég tel senni-
legt að einkunnir almennt
séu ekki í samræmi við mæt-
ingu, þá er rangt að verð-
launa menn með hárri einkunn
fyrir að mæta í hvern ein-
asta tíma. iað er lítill
vandi að mæta í hvern tíma,
ieggjast fram á borðið sitt
og sofna.
Leðan í gildi er ein-
kunnagjöf fyrir mætingar
burðast svo til ailir nem-
endur við að mæta í hvern
einasta tíma svo þeir fái
nú lo í mætingu og þar með
hærri aðaleinkunn. ietta
verður til þess að þeir fá
vart um frjálst höfuð strok-
ið vegna hinna stífu
mætinga og getur jafnvel
stuðlað að taugaveiklun og
streitu fyrir aldur fram.
Stór galli á núverandi
mætingareglum er skrif-
finnskan og pappírsflóðið.í
sambandi við ieyfisveitingar.
Eyrir þrern árum var svipaður
háttur hafður á leyfisveit-
ingum og nú er, þ.e. gefa
varð út leyfismiða fyrir
leyfum í einstökum kennslu-
stundum. Ein höfuðröksemdin
fyrir því að fella niður þá-
verandi mætingakerfi var sú
að skriffinnskubáknið í
kringum leyfisveitingarnar
væri allt að siiga.,' og nú
í vetur hlýtur að hafa
sótt í sama horfið.
Sg tel sem sagt að
núverandi mætingakerfi sé
meingallað. En hvað á að
koma 1 staðinn, kann ein-
hver að spyrja, og hvernig
á gott mætingakerfi að vera.
Eg álit að það eigi fyrst og
fremst að vera nokkuð
frjálslegt og einfalt í
sniðum. Ég varpa hér með
frarn hugmynd að skólasókn-
arreglum sem ég tel búnar
þessum kostum.
Ekki skal meta skóla-
sókn til eininga eða eink-
unna en sett verði ákveðið
47