Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 5

Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 5
Hestar og hundar eptir Grím Thomsen. í öllum húsdýrum eru hundar og hestar manninum liandgengnastir, en hve handgengnir þeir eru, kemur uppá meðferð, uppeldi og nokkuð kynferði. Sá er helzt munurinn á þessum tveim dýrum, at'i hesturinn er dulari, hundurinn er opinskárri, hesturinn þolin- móðari, hundurinn örlyndari. En vitsmuni þeirra, ef svo má að orði kveða, legg jeg að jöfnu, þó þeir komi öðru vísi fram hjá hundinum en hestinum. Hestinum er vegvísin hezt gefin, liundinum fylgi- semin. Hesturinn kann, ef svo ber undir, að taka ráðin at manninum, ef hann er farinn að villast í dimmviðri, byl eða náttmyrkri; hundurinn fylgir manninum út í allar ófærur, og reynir þá, eins og St. Bernharðshundarnir, til að bjarga honum. Hesturinn er gætnari, liundurinn ófyrirleitnari. Hesturinn er í vissan máta minnugri og sjálfsagt miklu langræknari en hundurinn. Hesturinn fyrirgefur síður iila meðferð og vont atlæti en liundurinn. Dæmi eru til þess að hestur hefur ráðizt á þann, sem illa hefur með hann farið. Na- poleon átti hvítan, arabiskan hest, er var allra hesta mannelskastur, en svo bar til, að liestliús þjónn einn liafði hrekkjað hann á stalli nokkrum sinnum. Leið og beið, en einn dag fannst þjónninn rotaður og fótum troðinn í hesthúsinu, og þó var hesturinn eins gæfur við aðra eptir sem áður; klárinn borgaði fyrir sig. Sagt er að Búkefalos, liestur Alexanders mikla, liafi engimi lofað á bak sjer nema Alexander, og víst er það, að hestum líkar misvel, hver á þeim situr, og fer það ekki eptir þyngd reiðmannsius. Att hef jeg hest, sem ekki vildi lofa unglingum á bak sjer og sjerílagi ekki að upp í sig væri linýtt. þegar jeg var drengur, var jeg á sumrin látinn valca yfir túninu. Yar um lestirnar 1*

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.