Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 45
45
En þegar menn hugsa til þess, af) skepnurnar verða að líða allar þessar
þrautir mannanna vegna, þá ætti það að vera mönnum hvöt til þess, að misþyrma
þeim ekki að óþörfu. þeir sem niðast á skepnum sínum, t. d. hestum þegar
þeir eru haltir eða meiddir, eða ætla íje sínu of lítið fóður og láta það veslast upp
úr hor, hafa enga afsökun.
Hundurinn og barnið.
inusinni sem optar fór lávarður einn í Wales á veiðar, en þegar liann
var kominn nokkuð langt frá heimiii sínu, þá verður liann þess var að
veiði liundur lians var ekki med honum. Heldur hann þó áfram, en
heppnaðist illa veiðin, af því hundinn vantaði. Snýr hann þá heim
aptur, og þegar hann átti spölkorn eptir heim að húsi sínu, kemur hund-
urinn á móti honurn og fiaðrar upp um hann. En manninum hrá í
brún, því hundurmn var allur rifinn og tættur og blóðugur mjög. Hann lieldur
áfram og inn í húsið, og sjer hann blóðrákir ogblóðspor ágólfinu. Síðan gengur
liann inn í herbergi það, þar sem barn hans var vant að vera, sjer þá að vöggu
þess hafði verið velt um koll, rúmfötin tætt í sundur og herbergið fiaut í blóði.
Kallar hann nú á barnið, en fær ekkert svar, skymar í allar áttir en sjer það
livergi. Kom þá á hann fát mikið og hugði að hundurinn hefði drepið barnið.
„þú hefur drepið barnið mittw, hrópaði hann, brá sverði sínu og rak hundinn í
gegn. Hundurinn rak upp liljóð og fjell dauður á gólfið. En í sömu andránni
rís barnið upp í einu liorninu, hafði það sofið þar undir fatadruslum og við liliðina
á því liggur úlfur einn mikill. Faðirinn skilur nú hvers kyns er, að hundurinn
liafði drepið úlfinn, frelsað barnið og lagt druslurnar ofan á það.
Lávarðurinn harmaði hund sinn sáran, ljet reisa honum minnisvarða úi
marmara og voru afreksverk liundsins skráð á hann með gullnu letri.
Minnisvarðinn stendur enn í dag; þegar langferðamenn eru á ferð í
nánd við liann, þá er þeim ætíð sýndur steinninn.