Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 37

Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 37
37 Eptirtektavert er að sjá umhyggju þá, er fuglar sýna úngum sínum, t. d. hraíninn, [tegar liann flýgur iangar leiðir með egg og önnur æti íjnefinu, til að færa ungum sínum fæðu heim í hreiðrið. Eða þegar bjargfuglar íljúga langar leiðir á haf út, til að sækja síli og bera þau upp í hreiðrin til unga sinna. Meðan ungarnir erulitlir, ermóðirinhjá þeirn til að gæta þeirra, en stegginn dregur þá 'að búinu; þegar ungarnir vaxa upp, orkar hann ekki einn að afla þess er þarf, svo móðirin fer þá líka á stað. Og sagt er að lundinn, sem á erfitt með á fljúga, komi opt með 4—5 síli í nefinu í einni ferð, til þess ekki að þurfa að fara svo margar ferðir. Fyrir fám dögum skeði það hjer í Danmörku, að drengur klifraði upp í hátt trje til að ná hrafnsungum, en hrafnarnir vörðu hreiðrið, því ákafar, sem hann kom hærra upp. þeir skræktu svo, að fjöldi annara hrafna komu þeim til hjálpar. þegar drengurinn kom upp undir hreiðrið, hjuggu hrafnarnir hann svo ákaft í höfuðið, að hann annaðlivort hefur orðið hræddur eöa svimað, svo liann datt niður, braut handlegg og fót og dó næsta dag eptir. þessi viðburður sýnir ekki aðeins foreldraástina, heldur vináttu milli samkynja fugla, þegar hver hjálpar öðrum, ef einhver þeirra er í hættu staddur. * * * Sumar skepnur hafa vafalaust miklu meira vit, hugsun, velvild eða kærleika, tilfinningu, áhyggjur, eptirþrá og sorg, en allflestir gjöra sjer nokkra

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.