Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 16

Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 16
16 „Jeg liafði aðeins yíir þrem gjöfum að ráða, og jeg þóttist gefa lionum þær, sem beztar eru“, mælti álfkonan ábyggjníull. „Mjer datt heldur elcki annað í bug en að hann mundi erfa hjartagæzku móður sinnar, og eins og þú veizt, þá getur það orðið þeim, sem stjórnarstöriin eru á hendur falin, til óhamingju, ef hjartað er of viðkvæmt“. „Of viðkvæmt hjarta“, andvarpaði drottningin. ]nið er þó miklu betra að það sje of viðkvæmt en of hart!“ Andar þeir, er þjónuðu álfkonunni, buðu drottningunni safamikla ávexti og svalandi drykki og gosbrunnarnir kváðu við fagurlega allt í kringum hana. Svo ]jet álfkonan andana fara út og þær voru tvær einar eptir. „í gær varð sonur þinn 14 ára“, tók álfkonan aptur til máls. „f>að er því tími til þess kominn, aðþú látir hann frá þjer fara, til þess að skoða sig um í heiminum. Jeg ber einnig umhyggju fyrir framtíð hans, ekki einungis af því að hann er sonur vinkonu minnar, heldur einnig af þvi að fæðing hans stendur í sambandi við merkan athurð í lífi mínu. ]>ú þekkir álögur þær, sem sumir af Dschinnistans álfúnum eru háðir, að þeir verða að dýri eínusinni í hverjum mánuði, og þó þeir viti vel hve mikið vald þeim er gefið, þá eru þeir þannig í samfleytta 24 tíma háðir sömu náttúrufögum og allar þær hættur, sem fyrir dýrinu liggja, vofa þannig einnig yfir höf'ði álfanna þennan dag. I gær var jeg í þessum álögum, oghljóp þá um í gazellulíki, og mátti ekki vera í aldingarÚ mínum, því það er mjer bannað. J>á hugsaði jeg um son þinn og óskaði þess, að hann yrði ekki eins og pilturinn, sem var að leika sjer að því að elta mig og ofsækja og kastaði í mig grjóti og brennandi baðmull . . . .“ „Æ hættu að tala“, mælti drottningin, og fjell hágrátandi til fóta álf- konunnar, „það var sonur minn, hann Almansor sonur minn, sem ofsótti þig fyrir utan garða mína. það var ríkiserfinginn, sem jeg á að fá völdin í hendur mnan skamms og fela á hendur að bera umhyggju fyrir velferð ]>egna minna. Æ, volduga álfkona, hjálpaðu mjer! Jeg fiý á náðir þínar, af því jeg er lirædd um, að hann, sem jeg hef borið undir brjóstinu, verði miskunnarlaus harðstjóri og allir munihata hann. Hjálpaðu mjer nú og kenndu mjer, hvernig jeg á að innræta honum að hafa viðbjóð á því að misþyrma þeim, sem eru saklausir og varnarlausir!“ „Blessuð sje umhyggjusemi þín“, mælti álfkonan og reisti drottninguna á fætur aptur. „Blessuð sje umhyggjusemi þín!“ Jeg vildi óska að allar mæður í landi þínu tækju hana sjer til fyrirmyndar! |>ú hefur satt að mæla: J>eir sem leika sjer að því að kvelja blessaðar skepnurnar, vei’ða líka hai’ðir og miskunn- arlausir við mennina. Yiltu fela mjer þetta mál á hendur? Geturðu verið án sonar þíns í eitt ár . . .?

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.