Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 24

Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 24
‘24 VII. Endir. I höllimii í Amrakuta var mikið um d.ýrðir þegar Almansor kom keim. Og )iað var lika ástæða til þess að gleðjast, því aldrei hefur verið til rjettlátari og mildari höfðingi en Almansor varð, og það rættist einnig fullkomlega í Amra- kuta það sem álfkonan liafði sagt, að þar sem sá, sem æðstur er að völdum, gengur á undan öðrum með góðu eptirdæmi, þar er það hrátt álitin jafnmikil synd að kvelja skepnurnar eins og að kvelja mennina. * * * Margar aldir eru liðnar síðan þessi saga gjörðist, en ennþá segja mæður á Indlandi börnum sínum söguna af Almansor konungssyni og þegar börnin svo spyrja, hvort álfkonan fagra hjálpi ekki hlessuðum skepnunum við og við ennþá, þá svara þær þeim: Alfarnir eru nú farnir langt inn i Himalayjafjöllin og liafa ekkert samneyti við mennina framar, en þeir senda oss þá anda, sem þeir eiga bezta, góðsemina og brjóstgæðin. það eru góðu andarnir á okkar tímum og þeir eru líka mjög voldugir. Benedicte Arnesen-Kall. i

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.