Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 36

Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 36
36 Forusfcmsauðir Jiaf’a opt bjargað állri sauðahjörð eiganda síns ogstunduin fjárbyrðinum sjálfum. Fjármaður einn, sem stóð yfir fje á vetrardegi, varð fyrir j)ví, einsog margir fleiri, að ofsa liríðarbylur sliall á, áður en hann gat komið fjenu heim til sín. Forustusauðurinn rann á undan, og hópurinn allur á eptir, en að lítilli stundu liðinni, varð maðurinn, fyrir ofsann í veðrinu, áttaviltur, svo honúm fannst sauðurinn fara í ranga stefnu, fór jtví fram fyrir hann og reyndi til að snúa honum í þá átt, er honum fannst rjett vera, en sauðurinn fór ekki j)versfóta, og hópurinn allur stóð kyrr og varð ekki þokað úr stað; sauðirnir vildu aðeins fara það, er foringi þeirra vildi. Fjármaðurinn stríddi við þetta lengi, en fjekk engu til leiðar komið; uppgafst hann loks af þreytu, og hugsaði sjer að leggjast fyrir með fjár- hópinn þar til uppbirta kæmi, eða að öðrum kosti láta forustusauðinn sjálfráðan, maðurinn lagði sig niður í fönnina til að lrvda sig, en eptir litla stund, sjerhann að forustusauðurinn fer af stað, af eigin vild, og hópurinn allur á eptir; sauðurinn heldur í sömu átt og liann áður vildi, beint á móti ofviðrinu og kafaði í ófærðinni þar til hann var kominn, og allur liópurinn á eptir honum, heim að húsi sínu. Hann fjekk í það skipti góða máltíð, en hríðarofsins var látlaus í tvo sólarliringa samfleytt, svo ekki var annað líklegra, heldur en maðurinn og sauðahópurinn allur hefði oröið úti og farizt í bylnum, hefði sauðurinn ekki verið fyrir og eklci fengið að ráða. A næstu blaðsíðu hjer á undan er mynd af sauðnum ejjtir ljósmynd. Viðburður þessi er mjer kunnugur, svo jeg veit að frásagan um hann er ekki afbökuð, því fjármaðurinn var vinnumaður minn og sauðurinn mín eign. % * %

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.