Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 18

Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 18
Í8 „Vjer getum ekki fylgzt með yður, kongssonur góðuru, kölluðir f'öru- nautar hans á eptir honum. En hann ga£ því engan gaum. „Sjáið þið ekki fallega livíta dýrið, sem hleypur þarna á undan mjer? Er það ekki gazella? Nei, það er stærra! það sleppur ekki undan mjer eins og gazellan um daginn! þig skal jeg þó veiða!11 þetta voru síðustu orðin sem förunautar Almansors heyrðu hann segja. þeiin var ómögulegt að ná honum. Hann livarf út í skóginn, og skógurinn varð þjettari og þjettari eptir því sem innar dró. Leituðu þeir hans lengi þangað til kvöld var komið, en gáfu þá upp leitina, lijeldu heim til hallarinnar og sögðu drottningunni, hvernig farið hefði. Hún har harm sinn i hljóði, ljet prestana biðja um að sonur hennar mætti koma heill á hófi lieim áptur, en að öðru leyti fór allt fram eins og vant var í konungsríkinu Amrakuta. * * * „G-azellan livíta, gazellan hvíta, hvert ertu að draga mig? þú sem ert fegurst af öllum dýrum á jörðunni, því flýr þú fyrir jnjer? Jeg skal ekki drepa þig, jeg ætla ekki að kvelja þig. Jegvil aðeins eiga þig ogliafagaman af þjer.“ En gazellan hljóp allt livað aftók og tældi Almansor lengra og lengra inn í skóginn, og loks livarf hún algjörlega; Almansor var uppgefinn af þreytu. Sohair hafði ekki haldið rit hlaupið, en lá ájörðunni í dauðateygjunum. Veslings litli Zopas hljóp í kringum vin sinn, en gekk við og við að hestinum og sleikti hann; Zopas var svo örvæntingarfullur að steinarnir hefðu viknað ef þeir hefðu sjeð hann. Loksins lagðisthann niður við brjóstið á hestinum og lá grafkyrr sem dauður væri. Almansor gat ekki að sjer gjört, hann varð að staldravið og horfa á þessa sjón. Allt í einn varð hann ákaflega óttasleginn. það var í fyrsta skipti á ævinni, að hann varð hræddur. „þú hefur ekki viljað vera maður, nú skaltu fá að reyna ævi dýranna!“ það var bist rödd og alvarleg er þetta mælti. Almansor leit í þá átt, er hann heyrði að hljóðið kom úr. Sá hann þá risavaxna skepnu, afarstóra og ófrýnilega og brann eldur úr augum liennar. „Almansor konungsson hefur ekki viljað bera sig að sem maður væri, þessvegna skal liann nú verða að dýri og reyna ævi og kjör dýranna. Um leið og ófreskjan mælti þetta, dundi við afarmikið þrumuveður; Al- mansor varð ennþá hræddari. það eina sem honum datt í liug, var að óska sjer að Sohair væri nú aptur kominn með fullufjöri, svo hann gæti flúið burt á honum frá öllum þessum kynjum. þá lieyrði hann ófreskjuna mæla í þriðja sinn: „Dómurinn er þegar kveðinn upp yfir þjer, en þú átt liost á að kjósa í livaða dýri þú vilt að sál þín taki sjer bústað. þú getur skipt um liam þrisvar sinnum, en úr því er þjer engrar vægðar von“.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.